Skóli, skóli, skóli og Mín Borg

Það er orðið ansi langt siðan ég hef bloggað, en ég hef MJÖG góða afsökun, ég er nefnilega nemi. Já, það er sko búið að vera nóg að gera í skólanum upp á síðkastið og núna er "bara" bachelorverkefnið eftir. En verkefnið á að vera 10 000 orð og svo seinna þurfum við að verja verkefnið í munnlegu prófi. Ég mun skrifa Bachelorverkefnið með 3 örðum stelpum úr skólanum. Þannig að þetta verður rosalega spennó.

Annars er ég ekki búin að vera að gera neitt mikið af mér. Ég skrifaði grein fyrir auglýsingarblað Icelandair sem var gefið út síðastliðin laugardag. En greinin heitir Mín Stavanger. Verð nú að viðurkenna að ég varð svona pínu stolt af borginni minni, enda er þetta alveg eðal borg.

 Annars er það í fréttum að við erum búin að fá nýja nágranna enn eina ferðina. En í þetta skiftið ákvað eigandi íbúðarinnar á fyrstu hæðinni að leigja út til 4 (bráðum) 5 manna fjölskyldu frá Asíu. Og Jósep byrjar að vinna í Stavanger í apríl. Ég er búin að sækja um 2 ára master nám í Universitetet í Stavanger, og vonast til að komast inn. Mig langar nefnilega alveg rosalega að klára alla skólagaungu eins fljótt og hægt er. 

 

Og talandi um skóla, verð víst að halda áfram að lésa.

Knús og kossar

kolla skólasjúka


Gledileg jól :)

Jæja, þá er allt tilbúið fyrir jólin hér á bæ. Það verður leigubíll sem nær í okkur í fyrramálið til að keyra okkur út á völl, en við ætlum ad vera hjá tengdó í Eidsvoll til 2. janúar. Þetta er nú auðvitað út af partý partý nágrönnonum, sem eru að flytja út í lok mánaðarinsSmile. Þeir höfðu víst ekki efni á að borga húsaleiguna.

 

Ég vil óska öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

jóla kveðjur

kolla jólastelpaWizard


Húff og púff

Vá hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. En það er búið að vera óendanlega mikið að gera hérna hjá okkur. Ég er nú byrjuð á þriðja og síðasta árinu í náminu og fyrsta daginn fengum við deilt út einstaklingsverkefni, daginn eftir var farið að tala um bachelor verkefnið. Og núna er ég byrjuð í starfsnámi, það byrjaði reyndar fyrir 4 vikum síðan, byrjaði mjög illa en er alt að rætast úr þessu núna. Ég verð víst bara að gera það besta úr þessu.

Annars er það að frétta að við erum loksins búin með baðherbergið, meira að segja búið að listaGrin. En tengdó komu i heimsókn síðustu helgi til að hjálpa okkur að setja upp listana og setja inn nýja útidyrarhurð. En hún var sett upp í kjölfar þess að við erum búin að fá nýja nágranna. Maðurinn sem á íbúðina niðri (búum í tvíbílishúsi) leigir íbúðina sína út í 9 mánuði með hann er að menta sig erlendis. En hann ákvað að leigja 3 18 ára strákum. Og það eru búin að vera stanslaus læti síðan, og þar sem ég er svo mikið ein heima þá var sett upp allmennileg útidyrarhurð sem inngangshurð í íbúðina okkar. Það var nefnilega einhver sem reyndi að komast inn til mín þegar þeir voru með innfluttningarparty. Anywho, þá sofa þeir á daginn og vaka á næturnar, og taka ekkert tillit til þess að það heyrist mjög vel í þeim. Spila tónlist kl 3 4 á næturnar og þvo föt um 2 leitið. En ég er svo heppin að ég sef í gegnum þetta allt samanSmile.

 Jósep byrjar á 5 vikna týpunámskeiði í Osló á mánudaginn og verður þar með bara heima um helgar. Þannig að ég er grasekkja á virkum dögum næstu 5 vikurnar. En ég hef sko meira en nóga að gera. 2 skólaverkefni sem ég þarf að skrifa með meiru.

 

Knús og kossar


Sumarfrí :)

Jæja, þá er komið sumarfrí, reyndar er vika síðan ég byrjaði í sumarfríi. Við Jósep erum búin að versla ABC köfunarbúnað handa mér. Svo er planið að fara á köfunarnámskeið í ágúst. En við erum tvö sem ætlum á námskeiðið saman og svo erum við 6 sem ætlum að kafa saman. Og ég fann 2 fullkomna staði ekki langt frá okkur þar sem við getum kafað. Einn staðurinn er með fullt af sokknum skipum, og hinn bíður upp á mikið skemtilegt líka.

En í dag keyptum við okkur tjald, svefnpoka, stormeldhús (stormkjökken, eins og norsararnir kalla thad), og fullt fullt annað dót og svo auðvitað veiðistangir. Svo ætlum við í útilegu. En ég er að reyna að plata Jósep til að fara til Kristiansand með mér á morgun. En þar er dýragarður, og það sem er svo cool við það er að þeir eru með kardimömmubæinn, og fyrir ca mánuði síðan fæddust fjórir ljónaungar, og svo fyrir 3 dögum síðan fæddust tveir ljónaungar í viðgót, og ekki nóg með það, heldur þá er kengúru ungi líka. Og mig langar auðvitað rosalega mikið þangað. Og svo er vonandi nógu heitt í vatninu þannig að við getum snorklað. Þetta ABC kafaradót er sko ekkert ódýrt, svo ætlum við að kaupa votdrakt handa mér, en hún kostar um 2000 kr norskar.  En ég verð að hafa 5 mm til að geta kafað í sjónum.

Svo á laugardaginn erum við að fara til Bergen að hitta Gauta bróðir hans Jóseps og konuna hans hana Valdísi. Það verður geðveikt gaman, við höfum nefnilega ekki hitt þau síðan í ágúst í fyrra. Þannig að mig hlakkar alveg rosalega rosalega tilSmile .

Við erum nú reyndar búin að gera hitt og þetta skemtilegt í sumarfríinu, en við erum búin að vera á ströndinni og grilla, sitja niðri í bæ með bjór og svo erum við búin að vera með grillpartýTounge. Núna er ég að vonast eftir betra veðri, annars sting ég af til Kristiansand í heila viku, það er nefnilega spáð fínu veðri þar.

þar til næst

knús og kossar

Kolla

P.S einkunirnar eru komnar og ég er mjög ánægð. Cool


Núna er ég stressuð

Jú, því einkanirnar mínar koma á morgun. Og ég kemst ekki inn á internetsíðuna sem þeir setja einkanirnar út á. Ég komst inn í gær, en í dag eru víst svo margir að reyna að komast inn að þeir hafa ekki undan.

Þetta er svo spennandi :þ 


Jæja ég er vöknuð :)

Jæja, þá fæ ég einkanirnar mínar á fimtudaginn og ég býð mjög spent. Ég byrja í sumarfríi frá vinnunni á morgunn kl 15:00. Og svo kemur Jósep heim á miðvikudaginn, þá byrjum við að planleggja sumarfríið okkarSmile. Við ákváðum að bara taka þessu eins og það kemur, og kanski skreppa eitthvert og kanski ekki. Kemur bara í ljós.

 

En vegna umræðanna sem hafa komið upp út af því að norðmenn ákváðu að setja mann í fangelsi fyrir að þvinga dóttur sína í hjónabandi þá langar mig að segja ykkur frá einnri búðarferðinni minni. Ég fór í litlu hverfisbúðina um dagin til að kaupa í matinn og í kassanum situr ungur maður. Ég set vörurnar á borðið og er ekkert að spá í neinu, en byrja aðeins að fylgjast með þegar maðurinn ekki talar við mig. ég bað um að fá poka og hann yrti ekki á mig allan tíman. Ekki sagði hann mér heldur hvað vörurnar kostuðu og ekki spurði hann hvort að ég væri með meðlimarkort, sem ég er altaf beðin um. Þetta fanst mér svona frekar mikil ókurteisi en spáði ekkert í þessu fyrr en hann byrjar að afgreiða manninn sem stóð fyrir aftan mig. Þá talaði hann alt í einu. Spurði hvort að hann vildi poka og allt. 

Þessu er maður því miður farin að lenda í ansi oft hérna í Noregi, ég lenti mikið í þessu þegar ég var að vinna á McDonalds. Eitt skiftið var þarna maður sem vildi tala við vaktstjóra, ég kem fram en þá neitar hann að tala við mig, nei hann vildi tala við einhvern strák. Ég sagði honum fallega að það væri ég sem væri vaktstjóri og ef hann vildi kvarta þá yrði hann að tala við mig. Eða þá að senda e mail ( vil nefna að einu strákurinn sem var í vinnunni á þessum tíma var nýbyrjaður). Það endaði með að maðurinn labbaði út, en áður en hann gerði það þá sagði hann mér að konur ættu ekki að vinna sem yfirmenn.

Þetta er bara lítill hluti af því sem ég hef lent í hérna. Það skal takast fram að ég hef ekkert og ég meina ekkert á móti múslímum né því að þeir búi í öðrum löndum. En mér finst að fólk eigi að aðlaga sig að þeim lögum og reglum sem gilda í því samfélagi þar sem þeir búa. Ég veit að það er ekki sjálfsagður hlutur, en þetta er eitthvað sem allir verða að gera. Hvað gerist ef við flytjum í múslima land og högum okkur eins og við erum vön, og klæðum okkur eins og við erum vön?

Þar með verð ég að segja að mér finst allt í lagi að maðurinn sytji í fangelsi. Þetta varðar við norsk lög, og þegar maður býr í Noregi verður maður að fylgja þeim eins og allir aðrir. 

 


Að sýna þakklæti

Þannig er mál með veksti að ég er nemi, á námslánum frá norska lánasjóðnum og þar með er hluta af lánonum breytt í styrk. Og út af styrkinum má ég ekki þéna meira en 1,3 millur á ári. Ég vinn fast 30% stöðu á hvíldarheimili og má þar með ekki vinna meira, til að ekki fara yfir hámarkið. Þar með er það Jósep sem sér um mesta reykninga og sér fyrir mér. Jú ég er með minst 150 þús íslenskar útborgað á mánuði en það er mikið sem kostar pening. T.d eins og bensín á bílin og að leggja fyrir utan skólann minn ( bara það er 150 ísl kr. á tíman). Og fyrir utan það er ég svokallaður týsku þræll. ég elska að labba um í því sem er nýjasta nýtt og elska að eiga fína hluti. eins og prada gleraugun mín og D&G úrið mitt.

Ef ég væri einstæð í Stavanger ætti ég varla efni á því að leigja 20 fermetra íbúð, hvað þá að lifa því lífi sem ég lifi. Ég á allt sem hugan gyrnir, allavegana alt sem mig langar í. Og ástæðan fyrir  því að ég á alt þetta er út af Jósep. Hann gerir alt fyrir mig. Og mig langar svo að sýna honum mitt þakklæti og finst eins og ég geti ekki sýnt honum hversu þakklát ég er með bara orðum. 

Sýðasta nýtt er wii fit, það vinsæla spil sem er alstaðar uppselt í Noregi. Og ég var úti á djamminu í kvöld, hann borgar og keyrir mig fram og tilbaka. Það er bara ekki til yndislegri maður en hann. Allavegana ekki fyrir mig. Ég segi honum hversu mikils virði það er fyrir mig að hann hugsar svona vel um mig og það að hann er sá sem hann er. En orðin eru ekki altaf nóg.

Mig hlakkar sko til að klára skólan og hafa efni á að bjóða manninum mínum til útlanda. Eða út að borða á fínan veitingastað.  Get varla beðið. En ég býst við að á meðan þá verð ég að láta orðin og knúsin duga. Ég veit ekki hvar ég væri án hans.

 


Ég er enþá lifandi :0)

Jú þannig er nefnilega mál með veksti að síðustu vikurnar er ég búin að vera að endurskrifa verekefnin mín áður en ég skilaði þeim inn í próg. Þannig að ég er sko búin að vera mjög upptekin. Svo upptekin að ég hef varla haft tíma fyrir karlinn minn. En ég skilaði inn prófmöppunni minni síðasta miðvikudag, en verkefnin héldu bara áfram að hlaðast upp á mig. Jósep fór að vinna en ég hafði meira en nóg að gera. Ég er farin að æfa í ca 1 tíma á dag, svo var ég að vinna aðeins, svo fór ég í partý, fór í heimsókn  og fékk heimsókn, fór í bíó á bara þá frábæru mynd Sex and the city, en ér er mikill aðdáandi sec and the city. Og svo er ég búin að vera að fara út að labba með góðri vinkonu. Og þessi vika bara flaug frá mér.

Jósep er kominn heim aftur, og situr við sjónvarpið og er að spila eitthvað stríðstpil á playstation 3, og hér sit ég. Aftur komin fyrir framan tölvuna. Það er alt mjög gott að frétta af okkur hérna. Nema hvað að við söknum sólarinnar og hitans sem var hérna í allan maí mánuð. Núna rignir bara eins og helt hafi verið úr fötu. Og mig sem langar svo út að labba, en á engan regngalla og fíla ekki að vera blaut og köld.Tounge

Á morgun er ég að fara að drekka með vinnufélgögonum. Við ætlum að hittast niðri í bæ um 7 leitið og fá okkur kanski smá mat með bjórnum. Jósep verður líklega heima að spila Cool.

Annars er bara alt gott að frétta frá okkur hérna í Stavanger.

Knús og kossar

Kolla 


Back 2 school :0)


 Eftir mánuð er bara 1 ár þar til ég útskrifast sem þroskaþjálfari. Það er mikil þörf fyrir þroskaþjálfara i Stavanger þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur á að ekki fá vinnu en ég er mikið að spá í að halda náminu áfram. En ég er samt ekki viss, er þetta barasta ekki komið gott, ég er búina að vera í skóla í 17 ár af lífinu mínu. Byrjaði sem sjúkraliðanemi í FÁ, kláraði 3 ár og nenti svo ekki meir, 1 ár í skóla í USA, 1 ár hérna til að ná mér í stúdentspróf og svo núna er það þroskaþjálfanámið. Ég verð búin að vera í skóla í 18 ár af mínu lífi þegar ég er búin. Málið er að mig hlakkar til að byrja að lifa. Í mörg ár áttum við í fjárhagslegum erfiðleikum. Núna höfum við það mjög fínt. En okkur dreymir um að kaupa einbýlishús og byrja lífið. Við höfum reyndar efni á að kaupa okkur fínasta einbílishús í dag, en málið er það að við elskum lúksusvandamálin okkar. Ég geri það allavegana. Ég elska að eiga í erfiðleikum með að velja hvaða skóm ég ætla að vera í og hvaða fötum ég ætla að vera í, út af því að ég á svo mikið fínt. Og þar sem við elskum lúksusvandamálin okkar alt of mikið og ég elska að búa í miðbæ Stavanger. Verður einbýlishúsið víst að bíða, en málið er á það að bíða í 1,2 eða 3 ár?

Jósep þessi elska styður við bakið á mér alveg sama hvað ég vel. Vil ég vinna sem þroskaþjálfi eftir 10 ár eða vil ég vera eitthvað meira? Ég get unnið mig upp á topp, það veit ég. En hvað vill ég gera. Vill ég vinna í fangelsi, prógrammi sér fyrir fanga sem eru að sleppa út, semsakt þjálfa þá til að takast á við daglega lífið, vinna með þroskaheftum, geðdeild, fötluðum?

Svarið er að ég hef ekki hugmynd, en það hræðir mig svoldið að ákvörðunin sem ég tek getur verið endanleg, og ég elska að vera frjáls og hafa valmöguleika. Ég get auðvitað altaf hoppað í aðra vinnu sem þroskaþjálfi, en ég get ekki altaf farið aftur í skóla. Ég elska að vinna þar sem ég vinn í dag, mér finst æðislegt að vinna með unglingonum, kanski þar sem ég er svo mikill unglingur sjálfur. Og ég vinn með yndislegu fólki og ekki má gleyma að nefna skemtilegu og áhugaverðu. En það er ekki víst að það verði laus full staða þegar ég er búin í skólanum. þetta erum einn af þeim mjög svo fáu stöðum í Stavanger eða Rogaland fylkinu sem á ekki í erfiðleikum með að ná í starfsfólk.

Þetta er alveg óendanleg erfið ákvörðun, en sem betur fer hef ég nokkra mánuði til viðbótar til að ákveða mig. En ég verð að viðurkenna að einbílishúsið og fjölskyldulífið er líka farið að kalla á mig.

Svo hvað segið þið gott fólk, hvað á ég eignilega að gera, hvernig kemst ég að niðurstöðu?

Knús og kossar

Kolla ráðviltaW00t


Skrapp í smá ferðalag

Upprunalega var planið að kíkja á klakann en svo varð ekki. Í staðinn þá ákvað ég að kíkja á karlinn minn en hann er að vinna núna. En það er gott að slappa af í Eidsvoll, svo vissi ég líka að tendó ætti fult af góðum bókum fyrir verkefnið sem ég er byrjuð á núna. Tounge. Tengdó eru farin í hjólhýsið sitt í Svíþjóð þannig að ég hef húsið út af fyrir mig, ekki slæmt. En það er altaf gott að breyta aðeins um umhverfi. Það er voða gott veður hérna núna, en spáð grenjandi rigningu á morgunn en rosa góðu veðri fram á þriðjudag. Það passar mjög fínt þar sem ég ætla mér heim á mánudagskvöldiðDevil.

Við Jósep vorum að tala um mikilvægt mál í dag, nefnilega Bachelor verkefnið. Við verðum að vera minst 4 í hóp, og þurfum að sækja sérstaklega um að skrifa það ein. Ég veit um 3 stelpur sem ég vinn rosalega vel með og okkur kemur mjög vel saman, vandamálið er að þær búa í Haugesund, en það er altaf hægt að redda því einhvernmeginn. En við eigum líklega eftir að enda saman í hóp og skrifa þetta verkefni saman. Annars er ég líka farin að spá ansi mikið í hvað mig langar til að skrifa um í því verkefni, en þetta er spennandi. 

Tíminn líður hratt og það er bara 1 ár þar til ég er mentaður þroskaþjálfi. Annars er ég mikið að spá í að menta mig áfram og planið er að tala við námsráðgjafa í skólanum fljótlega og athuga hvaða möguleika ég hef, ég er svo svakalega heppin að eiga mann sem finst bara alt í lagi að sjá fyrir mérSmile. Það er mikið spennandi sem ég get unnið við, en mig langar til að auka valmöguleikana aðeins meira. Og það er best að klára það bara straks.

Skólinn sendi okkur á námskeið sem heitir ART - trener námskeið. En það er verið að þjálfa okkur í að geta haldið ART námskeið fyrir börn og unglinga. Þetta er rosalega sniðugt og ég veit að það er búð að kenna þetta á Íslandi líka, einn af kennuronum mínum var sko búin að vera á klakanum. Og fór auðvitað að spyrja hvort að ég þekti ekki þetta fólk og ettta þarna fólk:0). En aftur að námskeiðinu, þarna er verið að kenna börnum og unglingum hitt og þetta eins og að hafa stjórn á reiði sinni, að nota orð til að tjá sig og svo siðfræði, móral og svoleiðis. Þetta er alveg rosalega sniðugt og mig hlakkar rosalega til að fara að halda námskeið.

 Bless í bili

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband