Loksins loksins er farið að verða minna að gera :0)

Hæhæ.

Já eins og færslan heitir þá er ég loksins farin að hafa tíma fyrir sjálfan migTounge. Það er búið að vera óendanlega mikið að gera í skólanum, eitt verkefnið á fætur öðru og svo eitt próf á eftir hinu. Stundum hafa verið fleiri verkefni og próf í gangi í einu. En þetta er loksins að verða búið. Núna er bara eitt verkefni eftir, og svo á ég auðvitað eftir að fínskrifa og leiðrétta verkefnin mín áður en ég skila þeim inn í prófmöppu. En við skilum inn prófmöppu í staðin fyrir að hafa próf, en verðum samt að hafa próf í mikilvægustu fögonum eins og lyfjafræði, lyfjafræðireykningi, sprautun og svo auðvitað atferlisgreiningu, sem var það síðasta á þessu ári, en ég var að fá mail frá kennaranum að ég hafi brillerað á því. Geðveikt erfitt próf Blush samt. Verð að viðurkenna að ég féll á því í fyrstaskiftið, en 49% af bekknum féll á því. En það er nú barasta búið núna, núna er ég orðin geðveikt góð í atferlisgreiningu.

 

Annars er það að frétta að ég held bara mínum venjulega vinnutíma í sumar, ég má nefnilega ekkert vinna neitt meira, þar sem ég missi stryrkinn minn ef ég þéna of mikið. En ég notfæri mér norsk námslán. Sem betur fer þar sem krónan er orðin svona léleg. Hvað er eiginlega í gangi. 

En karlinn er viljugur til að vinna fyrir mér í sumar þessi elska, við erum nú að reyna að planleggja sumarfríið okkar en við barasta getum ekki ákveðið hvert við viljum fara. En California stendur sterkt núna. Shawn vinur okkar býr þar og svo býr hann Spens ekki langt frá Shawn. Annars langar mig geðveikt til Nice í sumar, en við eigum pantaða íbúð í lok október, en ég bara get ekki beðið. En í lok október ætlum við að fara með vinarpari okkar.

Baðherbergið er farið að líta alveg óendanlega vel út. Karlinn er búinn að hafa nóg að gera þannig að hann hefur ekki haft tíma til að klára, en það er alt í lagi þar sem baðherbergið er notanlegtSmile og vel svo.

Knús og kossar

Kolla 


Nóg að gera

Það er búið að vera ansi mikið að gera hérna á þessu heimili, en ég er nú sem betur fer komin í frí. Ég er búin að vera að lésa á fullu undir próf í atferðargreiningu,vinna og á sama tíma þá erum við búin að vera að vinna í baðinu. Það er nú ekki alveg tilbúið en ekki langt frá því núna. En ég var að setja inn nýjar myndir í albúmið.

 

Jæja ætla að njóta þess að hafa karlinn heima því að hann fer aftur á fimtudaginn, en mamma kemur í heimsókn á morgun með páskaegg handa okkur.

 

Knús og kossar

Kolla busy bee.Kissing


Langt síðan síðast

Jæja, ég hef ákveðið að reyna þetta aftur. En það hefur verið óendanlega mikið að gera hérna hjá okkur hjónonum.

Ég er búin að vera á fullu í skólanum og það gengur alveg rosalega vel. Jósep er búin að vera á týpunámskeiði fyrir B-737. Og núna erum við byrjuð að gera upp baðið. 

Við erum núna að klára að flísaleggja, búin að leggja hita í gólfið og skifta út fult af rörum og dóti. En þetta er búið að taka heila viku. Á morgunn reiknum við með að ná að setja upp sturtuna, svo baðkarið á miðvikudaginn. En við erum nú allavegana hálfnuð.

 Maður áttar sig fljótt á því hvað maður er orðin háður að geta farið í sturtu og hvað þá á klóstið, þegar maður hefur ekki frían aðgang. En það voru sem betur fer bara nokkrir tímar án klósetts, og þá meðan við vorum sofandi. Jósep hefur staðið fyrir mestri vinnunni en ég hef þurft að læra mikið fyrir próf. Mér er farið að líða eins og ég geri ekkert annað en að lésa og skrifa verkefni. En svona er að vera í skóla og ég sem er að spá í að taka 2 ár í viðbót þegar ég er búin með þroskaþjálfan. Já mig langar nefnilega að verða það sem þeir kalla spesial pedagok. En þá aukast vinnumöguleikarnir og launin mikið. Ég er svo heppin að eiga góðan karl sem finst bara alt í lagi að ég eiði svona miklum tíma í skóla, en ég reykna með að ég eigi eftir að halda áfram.

 Þannig að alt gott að frétta héðan.

Knús og kossar

Kolla 

 


Komin með nýja heimasíðu

Þeir sem vilja vita hvar hún er, bara senda mér mail á kollaogjosep@hotmail.com Smile

Skóli skóli skóli og sjónvarp :)

Jæja þá er enn eitt prófið yfirstaðið. Þar fékk ég fall en komst svo að því að ég var búin að svara rétt á einni spurningu sem ég fékk ekki rétt fyrir. Þannig að ég fór og talaði við kennarann, hann vildi meina að þetta væri ekki rétt svar en svo sýndi ég honum hvað stóð í bókinni. Ég var nefnilega búin að svara alveg eins og það stendur í bókinni, þar kom það sem mig vantaði og ég náði. Við þurftum að vera með 9 í einkun til að ná þessu prófi, ég var búin að leggja mikið á mig til að ná þessu. Enda gerði ég það.

Núna er bara eitt próf eftir og ein ritgerð sem þarf að skrifa, og svo förum við út í starfsnám. Ég var heppin aftur og fékk pláss í Stavanger. En þetta er heimili fyrir börn sem eru svo fötluð að foreldrarnir eiga í erfiðleikum með að hafa þau heima. Þetta á eftir að taka svoldið á, ég hef unnið 2 næturvaktir þarna áður og það er sko mikið að gera þarna. En það sem er erfitt er að sjá börn sem þjást svona mikið. 

Sjónvarpið okkar er komið úr viðgerð, loksins. En þeir eru búnir að tína rafmagnsleiðslunni og fjarstýringunni okkar. Þeir gleymdu líka að senda okkur hátalarana aftur. Humm....... En við erum búin að fá Hátalarana og sjónvarpið og áttum sem betur fera auka fjarstýringu, þannig að ég get horft á sjónvarpið, jibbý.

Það er skrítið að núna er Jósep búinn að vera að vinna aðra hverja viku á Gardermoen í 1 ár. En það er samt altaf jafn leiðinlegt þegar hann fer að vinna. Sérstaklega þegar það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum að ég hef eiginlega ekki haft tíma til að gera neitt með honum síðasta mánuðinn.  En núna ætla ég að reyna að vera búin að öllu þegar hann kemur heim þannig að ég geti eitt alveg helling af tíma með honum. 

Bless í bili

Kolla  


Ekki langt í helgina :)

Jæja, búin að sprauta í skólanum og það gekk bara geðveikt vel. Jósep er búinn að ná sér en náði að smita mig, en við konur látum það ekkert á okkur fáSmile, humm humm ekki segja Jósep frá þessuTounge. En ég var samt heima einn dag, það er í dag, en ég tími ekki að vera heima frá vinnu á morgunn líka. Ég er nefnilega að vinna í frí SFA sem er bara svona dæmi fyrir unglinga með þroskahamlanir, þegar það er ekki skóli í boði. En þetta er einungis í skólafríonum. En þarna erum við bara að gera fult að skemtilegum hlutum, eins og fara í tívolí og bíó. Á morgunn erum við að fara í bíó, vona að það sé á einhverja skemtilega mynd.

Á morgunn eru 4 vikur síðan við hættum að reykjaSmile. Við erum farin að leggja peninginn sem við notuðum áður til að kaupa sígarettur inn á bankareykning sem fer svo í að njóta lífsins. Við erum í augnablikinu að plana ferð til Frakklands í janúar, en í þetta skifti verður ferðinni heitið til Parísar.

Annars er plasmasjónvarpið okkar bilað, og í viðgerð. Við keyptum okkur annað sem við ætluðum þá bara að hafa upp á lofti en við vorum ekki alveg sátt við það, þannig að því var skilað aftur. Það verður víst keyptur LCD skjár til að hafa upp á lofti og svo verður plasmað hérna inn í stofu. En við ætlum að vera með auka stofu/skrifstofu/gestaherbergi þarna uppi  og svo auðvitað svefnherbergi. 

Jæja, þá er komin tími til að lúlla.

Knús og kossar

Kolla 


Á ég að sprauta þig :þ

Jæja, þá er það versta yfirstaðiðSmile. Nefnilega búin með lyfjaprófið, það gekk alveg rosalega vel og er ég því með leifi til að skamta, reikna út lyfjaskamta og fleira. Á morgunn er ég svo að fara að læra að sprauta. En við eigum víst að æfa okkur á hvort öðru í skólanumW00t. Það sem verður tekið fyrir á morgunn er intra muskulart ( inn í vöðva )og subcutant ( rétt undir húðina ). En þetta verður örugglega barasta rosalega gaman.

Jósep greiið er búinn að vera lasinn síðan hann kom heim á fimtudaginn í síðustu viku, og þar sem ég hef veirð svo rosalega upptekinn með að læra undir próf hefur hann næstum því ekkert fengið neina athigli greyið. En ég vona að honum fari að batna bráðum, og ég vona mest af öllu að hann smiti ekki mig. Ég er búin að taka að mér rosalega mikillri vinnu næstu 2 vikurnanr. 

Annars er ekkert að frétta af mér, ég hef ekki náð að gera neitt að mér þar sem ég er bara búin að sitja og lésa og lésa og lésa, og auðvitað reykna út lyfjaskamta. En á morgunn erum við búin að vera reyklaus í 3 vikurWizard

Að reykinga stoppinu er það að frétta að við erum bæði bara steinhætt, þetta gengur bara ótrúlega vel hjá okkur. 

Bestu kveðjur

KOlla 


Lífið gengur sinn vanagang.

Já, nú er laaaangt síðan ég hef haft tíma til að koma hérna inn. Það er búið að vera mega mikið að gera í skólanum, lyfjafræði og lyfjareykningsprófið er nálgast óðum. Við meigum taka það þriðsvar en ég er nú að vonast til að ná því í fyrstu törn. Annars verð eg altaf svo stressuð fyrir próf að ég æli og svo gleymi ég öllu. En í þetta skiftið er ég búin að vera nokkuð dugleg að lésa og reykna, hef enþá 2 vikur til stefnu og ætla mér sko að læra helling í viðbót.

Annars er það að frétta að við hjónin erum að reyna að hætta að reykja aftur. Við erum núna búin að vera reyklaus í 6 og hálfan dag. Og það er sko ekki auðvelt. Ég á í alveg rosalegum erfiðleikum með að einbeita mér af því sem ég er að gera. En ég vona að þetta takist í þetta skiftið. Ef ekki verðum við að prófa eitthvað annað, eins og þetta nýja lyf sem allir eru að tala um.

Bíllinn okkar er kominn úr viðgerð, hann lítur bara út eins og nýr. Enda var að sprauta hálfan bílinn aftur til að ná þessu réttur. Þarna sviðum við af 60 þúsund íslenskum. Og það svíður sko í veskinu.

Annars er barasta allt gott að frétta. Gengur rosalega vel í skólanum og vinnunni. Það er búið að bjóða mér aukavinnu í haustfríinu, en ég ákvað að taka 3 daga af 5, get ekki skrópað meira í skólanum, hihi.

Knús og kossar

Kolla 


Nice :)

Ferðin var æðislegGrin.

Við fórum á þriðjudeginum, vorum á hóteli eina nótt þar sem íbúðin sem við leigðum er leigð frá miðvikudegi til miðvikudags. En það var ódýrast að gera þetta svona. Hótelið var 1 stjörnu hótel og kostaði einungis 3000 ísl. kr. fyrir okkur bæði þessa einu nótt. Við komum á hótelið og hlógum eins og geðsjúklingar. Þetta herbergi okkar var sko lítið og þá meina ég lítið, við kölluðum þetta fangaklefann okkar. herbergið var svona 2,5 x 2, með einum litlum og ég meina litlum glugga, sem varla var hægt að opna. Svo var það baðherbergið, ef svo má kalla, það var svona eins og hjólhýsa baðherbergi. Alt í plasti og sturta klósett og vaskur í eitt. Enda fanst okkur þetta voða findið. Herbergið var nú allavegana hreint, en við sváfum ílla um nóttina þar sem það var altaf einhver að reina að opna hurðina.W00t

Á miðvikudaginn fórum við svo í íbúðina, þvílíki munirinn, ég held að baðherbergið þar sé jafn stórt og alt hótelherbergiðTounge. En miðvikudagurinn fór í að slappa af, um kvöldið röltum við um gamla bæinn ( rosalega flott ) og fengum okkur bjór.

Fimtudagurinn fór í að versla. Maðurinn minn fór með mig í verslunarferð og keypti á mig föt. Rosa flott pils og poliCool. Ég veit að hann hatar að versla föt, en þetta gerði hann fyrir konuna sína, alveg indislegur. Svo var kvöldið endað í gamla bænum Smile

Föstudagurinn, fór í að sofa aðeins og slappa af, eftir hádegi fórum við svo og keyptum okkur strandskó/sundskó en þeir eru mjög góðir á ströndum eins og er í Nice. Í Nice er nefnilega ekki sandströnd, heldur bara möl sem er frekar vont að labba á. Ferð okkar var svo heitið á ströndina, þar sem við vorum að leika okkur í sjónum, knúsast og slappa af.

Laugardagurinn var yndislegur, við fórum á ströndina og vorum þar heil lengi að slappa af og lésa. Auðvitað var farið að sinda líka. Við röltum svo heim til að skifta um föt, fórum svo út að borða og enduðum daginn með nokkrum bjórum í gamla bænum í NiceTounge. Gamli bærinn hefur mikið upp á að bjóða, fult af börum, maður getur bara valið eftir í hvernig stuði maður er. En við vorum altaf á sama stað, engir ferðamenn og enginn talaði ensku. En við vorum fljót að læra hvernig maður byður um bjór á frönskuSmile. Þarna sátum við, spjölluðum og horfðum á fólkið.

sunnudagur: Ströndin, ströndin ströndin, elska ströndina, fórum svo og löbbuðum aðeins um Nice.

Mánudagur: Sváfum lengi, fórum svo á ströndina, fórum heim og skiftum um föt og fórum svo á fínan veitingastað og borðuðum. Rosalega eru þeir í Frakklandi duglegir að elda góðan mat. Og þeir eru bara með svo mikið af góðum eftirréttum. Við enduðum svo síðasta kvöldið okkar í Nice á að labba um gamla bæinn, ég bara elska gamla bæinn.

Við Jósep töluðum rosalega mikið saman, mér leið eins og ég gæti sagt honum alt og þarna töluðum við um hluti sem við höfum aldrei talað um áður. Hann var svo tillitssamur og vildi gera alt sem mig langaði til að gera. Ég féll kolflöt fyrir honum aftur, leið eins og 12 ára InLovesem er ástfangin. Við náðum svo ótrúlega vel saman og kinntumst á allt annan hátt. Þetta var æðislegt.

Svo var haldið heima á leið, þótt að okkur hafi eiginlega bara langað til að vera þarna áfram. En skólinn og vinnan kölluðu á okkur svo við erum í Noregi aftur, en látum okkur dreyma um Nice. 

Ég mun kíkja á ykkur seinna kæru bloggvinir þar sem skólaverkefnin kalla og það er nóg að gera.

Knús og kossar í bili

Kolla sem er bara svoInLove InLove


Ég kveð að sinni

Jæja, þá er alt tilbúið, á bara eftir að tæma ísskápinn. 

Ég kveð að sinni, vona að þið eigið yndislega viku.

Knús og klemzCool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband