Skrapp í smá ferðalag

Upprunalega var planið að kíkja á klakann en svo varð ekki. Í staðinn þá ákvað ég að kíkja á karlinn minn en hann er að vinna núna. En það er gott að slappa af í Eidsvoll, svo vissi ég líka að tendó ætti fult af góðum bókum fyrir verkefnið sem ég er byrjuð á núna. Tounge. Tengdó eru farin í hjólhýsið sitt í Svíþjóð þannig að ég hef húsið út af fyrir mig, ekki slæmt. En það er altaf gott að breyta aðeins um umhverfi. Það er voða gott veður hérna núna, en spáð grenjandi rigningu á morgunn en rosa góðu veðri fram á þriðjudag. Það passar mjög fínt þar sem ég ætla mér heim á mánudagskvöldiðDevil.

Við Jósep vorum að tala um mikilvægt mál í dag, nefnilega Bachelor verkefnið. Við verðum að vera minst 4 í hóp, og þurfum að sækja sérstaklega um að skrifa það ein. Ég veit um 3 stelpur sem ég vinn rosalega vel með og okkur kemur mjög vel saman, vandamálið er að þær búa í Haugesund, en það er altaf hægt að redda því einhvernmeginn. En við eigum líklega eftir að enda saman í hóp og skrifa þetta verkefni saman. Annars er ég líka farin að spá ansi mikið í hvað mig langar til að skrifa um í því verkefni, en þetta er spennandi. 

Tíminn líður hratt og það er bara 1 ár þar til ég er mentaður þroskaþjálfi. Annars er ég mikið að spá í að menta mig áfram og planið er að tala við námsráðgjafa í skólanum fljótlega og athuga hvaða möguleika ég hef, ég er svo svakalega heppin að eiga mann sem finst bara alt í lagi að sjá fyrir mérSmile. Það er mikið spennandi sem ég get unnið við, en mig langar til að auka valmöguleikana aðeins meira. Og það er best að klára það bara straks.

Skólinn sendi okkur á námskeið sem heitir ART - trener námskeið. En það er verið að þjálfa okkur í að geta haldið ART námskeið fyrir börn og unglinga. Þetta er rosalega sniðugt og ég veit að það er búð að kenna þetta á Íslandi líka, einn af kennuronum mínum var sko búin að vera á klakanum. Og fór auðvitað að spyrja hvort að ég þekti ekki þetta fólk og ettta þarna fólk:0). En aftur að námskeiðinu, þarna er verið að kenna börnum og unglingum hitt og þetta eins og að hafa stjórn á reiði sinni, að nota orð til að tjá sig og svo siðfræði, móral og svoleiðis. Þetta er alveg rosalega sniðugt og mig hlakkar rosalega til að fara að halda námskeið.

 Bless í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Gott að þú ert hjá kallinum og búin að senda tengdó í hjólhýsið

Rosalega er all spennandi að gerast hjá þér.

Mjög áhugavert  þetta með Art ég hef ekki heyrt minnst á þetta námskeið hér.Spennandi fyrir þig að fara að halda svona námskeið með unglingumUnglingar eru svo indislegir en kunna ekki alltaf að hemja hormónaflæðið eða hvað við viljum kalla þetta

Risa knús á þig duglega stelpa.

Solla Guðjóns, 1.5.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er þú dugleg að mennta þig. Það er líka gott að slappa af og ég tala nú ekki um að skipta um umhverfi eins og þú gerðir núna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Margrét M

nei sko ertu kominn aftur ... velkominn aftur

Margrét M, 2.5.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Unnur Guðrún

  stelpan komin aftur gaman að geta lesið frá þer aftur. Gangi þér vel með Bacheloren.

Unnur Guðrún , 2.5.2008 kl. 17:04

5 identicon

kn'us og kvitt!!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband