Já eins og ég sagði í fyrri bloggfærslu þá er þetta bara hérna rétt hjá. Hvað er eiginlega að fólki í dag, 4 myrtir og ekki eins og það sé mikið meira en nóg af ofbeldi fyrir einn dag, þá voru 2 unglingspiltar stungnir í Sandes, en þeir eiga ekki að vera alvarlega slasaðir.
Ég held að ég haldi mig inni þar til við höfum fengið fleiri upplýsingar um morðin hérna.
Kveðjur
Kolla
Fjögur lík fundust í íbúð í Stafangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 31. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í Stavanger fundust 4 lík inn á baði í húsi á Storhaug ( hverfið þar sem ég bý ) 2 börn og 2 fullorðnir. Það var þjónustukona sem fann þau, ásamt miða þar sem á stóð við erum inn á baði hringið í lögregluna. Lögreglan rannsakar nú morðið.
Núna er eg komin með góða ástæðu til að kaupa mér stóran hund og gott þjófavarnakerfi.
Og ég alein heima
Eins gott að karlinn kemur heim á morgunn, þarna misti ég alla list til að læra.
Ef þið viljið fylgjast með. www.vg.no og www.dagbladet.no og www.stavanger-aftenblad.no
Bloggar | Miðvikudagur, 31. janúar 2007 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Víííi, búin að vera dugleg stelpa í dag, skrifað allavegana 500 orð og rétti það sem ég skrifaði í gær. Megnið af verkefninu búið og og svo á ég auðvitað eftir að teikna mynd af hjartanu.
Hópfundurinn í dag var bara allt í lagi svosem. Við komum á framfæri miklu af því sem við vildum en ég held því miður að manneskjurnar sem áttu að taka það til sín gerðu það ekki. Svo kom upp smá svona rifrildi, ég meina við hverju er að búast 6 stelpur að ræða hlutina og allar vilja fá sitt. En allt er gott sem endar vel. Reyndar var ein sem tók mig fyrir sig og baðst svo innilegrar afsökunar á því eftir á, hún var víst pirruð út í einhverja aðra og lét það vaða yfir mig. Gaman gaman. En það verður alveg hellingur að gera í skólanum á næstunni, við vorum að fá eitt aukaverkefni sem á að vera tilbúið á miðvikudaginn 1500 orð takk fyrir. Það er ekki altaf svo auðvelt þar sem það eru 2 stelpur í hópnum sem nenna ekki alltaf að mæta í skólann. En við skrifuðum nýjan hópsamning og ef hann virkar eins og hann á að gera þá verða þær að mæta. Kemur allt í ljós
Svo kom tölvubatteríið mitt loksins. Það verður munur að þurfa ekki altaf að mæta 30 mín of snemma í skólann til að ná plássi nálagt innstúngum. Jibbý.
Jæja núna er ég orðin ansi þreytt í heilanum mínum og ætla bar að slappa af, horfa á sjónvarpið og fara svo að lúlla
Kveðja kolla ofur skólastelpa
Bloggar | Þriðjudagur, 30. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vá, ég sit núna í fyrirlestri hjá einhverji hjúkku og hún talar svo hratt og lágt að allir eiga í stórum vandræðum með að fylgjast með. Ég held að ég hafi aldrey setið í skólastofu með jafn mikið af fólki sem nennir ekki að fylgjast með. Enda var reiknað með að fyrirlesturinn myndi vara til kl. 1400 í dag en ég held að við verðum búin 10 30 ef ekki fyrr ef hún heldur svona áfram konan. Helda að ég hefði alveg eins getað verið heima í dag og skrifað verkefnið mitt. Ekki nógu gott.
Í þessum háskóla vinnum við í hópum, í dag verður hópfundur til að reyna að greiða úr nokkrum flækjum. Það ætti sko að vera spennandi að sjá hvað kemur fram núna á eftir, enda hlakkar mig til að sjá hvort að þetta virki.
Jæja gott fólk þá heldur fyrirlesturinn um öldrun áfram.
Bestu kveðjur
Kolla skólastelpa
Bloggar | Þriðjudagur, 30. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áðan þá var puttonum mínum ílt í viljanum sínum, og svo um leið og ég var búin að blogga þá losnaði um og ég er bara hálfnuð með verkefnið mitt. Ekki slæmt, og ég verð nú bara að viðurkenna það að ég hef lært ansi mikið fróðlegt. T.d. er líkaminn þinn í sínu besta ástandi um 20, um 30 byrjar líkaminn að eldast og eftir 30 er bara allt á niðurleið, líkamlega séð það er að segja.
En hvað er annars í gangi með íslenska netið??? Ég bara fékk ekki að skoða neitt í svona 30 mín sem endaði á .is, spúkí. Humm. Ekki nóg með að við séum að blogga moggann niður þá erum við kanski bara byrjuð að blogga íslenska netið í tætlur.
Bloggar | Mánudagur, 29. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja núna er ég búin að sytja yfir verkefninu mínu í góðan tíma, en ég er bara gjörsamlega tóm í hausnum. Við fengum eitt tilfelli:
Alfred er 75 ára gamall og upplyfir oftar og oftar að unga fólkið þýtur fram úr honum þótt að hann sé ekki í lélegu formi.
Ég á að skrifa um
Biologisk aldring
Funksjonell ( hvernig maður virkar eða þannig ) aldring
og svo meira sem er mikið minna mál að skrifa um og er reyndar búin með þá kafla af verkefninu en það eru þessir 2 sem standa eftir.
Ég á semsakt að skrifa eins og ég sé að útskýra fyrir Alfred hvernig líkaminn hans breytist og svo hvað við getum gert og svoleiðis til að koma í veg fyrir að hann þjáist andlega út af þessu.
Einhverjar hugmyndir?????
Það er samt að byrta til hérna á heimilinu, ég tók aðeins til og kveikti svo á helling af kertum og hafði það kósý í staðin að vera eitthvað þung.
Jæja best að snúa sér að verkefninu aftur
Kveðja
Kolla
P.S. vissuð þið að líkaminn ykkar byrjar að eldast eftir 30.
Bloggar | Mánudagur, 29. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja það er bara einn af þessum dögum í dag þar sem ég kem engu í verk og langar bara að leggjast upp í rúm og fara að sofa, helst þangað til á morgunn.
Bloggar | Mánudagur, 29. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, skemti mér nú bara ágætlega í gærkvöldi og nótt. Var í partýi heima hjá einni sem er með mér í skólanum, hún átti nefnilega afmæli. Svo var haldið niður í bæ og þar tók fjörið við, múhaha. Þar dansað ég eins og vitleysingur og sit eftir með smá eymsli í löpponum eftir að hafa valið hæðstu pinnahælana mína ( beauty is pain ). Svo er ég með svoldið bólgna efrivör eftir að einhver asni datt í gólfið og skallaði mig þegar hann var að standa upp. Gaman gaman hjá mér.
Þegar ég var orðin þreitt á að dansa kíkti ég á vínkonu mína sem er að vinna næturvakt á hóteli niðri í bæ og hún pantaði svo seinna leigubíl fyrir mig heim, en út af mikillri annasemi hjá leigubílstjórum bæarins var ég ekki komin heim fyrr en kl 5 í morgunn.
Í dag er ég semsakt drulluþreytt og svoldið aum í efrivörinni en það var allavegana dúndurstuðk.
Svo er verkefni dagsins hjá mér að skrifa ritgerð um öldrun. Það ætti að vera spennandi. Best að hífa sér í lærdóminn
Bestu kveðjur
Kolla
Bloggar | Sunnudagur, 28. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ok. Karlinn minn for i vinnuna a fimtudaginn i Oslo semsakt. Hann sem er vanur ad hringja i mig a hverjum degi thegar hann er i burtu, hringdi ekkert. Eg natturulega alveg ad deyja ur ahyggjum og ordin paranoid, var alveg ad flippa, serstaklega thar sem hann hringdi ekki i gær heldur. Jæja eg nadi loksins sambandi vid hann thar sem eg bad mømmu hans um ad pina hann ad hringja. Nei, hann hafdi ekki hringt af thvi ad gemsinn hans var onytur. Og herna sat eg heima med allar minar ahyggjur og versta af øllu, imindunaraflid mitt.
Jæja er farin ut a djammid
Kvedja Kolla
Bloggar | Laugardagur, 27. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Já get alls ekki kvartað undan deginum í dag
Fór eldsnemma á fætur, beint í sturtu og svo í skólann að læra um hegðun barna, geggjað gaman, ég elska þetta nám. Og mig hlakkar alveg rosalega til að ná í draumavinnuna mína, það verður æðislegt. Svo þegar ég var búin í skólanum kíkti ég á hana Maggý mína og við sátum og kjöftuðum um allt milli himins og jarðar. Núna erum við að gera okkur tilbúnar til að kíkja aðeins á smá búðarráb, síðan við erum báðar svona næstum því einstæðar.
Var að spá í að kíkja til Osló um helgina en er eiginlega meira að spá í að leggjast á skólabækurnar, ætli ég læri allt sjálfkrafa ef ég sef á þeim nógu lengi. Skeptisk.......... en kanski þess virði að prófa.
En svo vil ég endilega koma á framfæri að mér finst alveg æðislegt að hafa kynst svona mikið af góðu og yndislegu fólki hérna. Þið eruð æðisleg öll saman og ekki gleyma því.
Sólskynskveðjur (ekki mikil sól í augnablikinu samt )
Kolla
Bloggar | Föstudagur, 26. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)