Já núna er það orðið þannig að ef ég segi fólki frá hvað sé búið að gerast á nýja árinu þá hlær fólk bara. Jú þeim finst svo ótrúlegt að það sé hægt að vera svona seinheppin eða óheppinn eins og við skötuhjúin erum í augnablikinu. Það er jú þetta með bílinn, og svo fyrir 4 mánuðum síðan keypti maðurinn minn handa mér ferðatölvu ( voða mikið krútt), nema hvað að sú tölva hrundi gjörsamlega og það var ekkert smá erfitt að eiga við fyrirtækið sem sendi okkur tölvuna. En það hófst að lokum þegar við vorum búin að hóta að kæra þá og ég veit ekki hvað og hvað. En þegar okkur var lofuð endurgreiðsla á tölvunni fór ég og keypti nýja, að vísu keypti ég sömu tegund þar sem batterið á tölvunni var algjör snild, hún er hraðvirk, þráðlaust netkort, mjög gott verð og fær góða dóma. Nema hvað að batteríið á nýju tölvunni endist bara í 1 klukkustund þegar batteríð á þessari gömlu entist í upptil 5 tíma. Ég var að skila batteríinu inn áðan, fæ sem beturfer nýtt, en það tekur ca. 2 vikur.
Það sprakk á bílnum hjá mér um daginn, varadekkið var líka ónýtt en sem betur fer var ég með nagladekkin hérna á bak við hús. Ég fór með dekkið sem sprakk áðan og fékk nýtt þar sem það er 1 árs ábyrgð á þeim.
Svo hringdi ég í tryggingarfélagið út af bílnum, ef það er hægt að gera við rúðuna borgar tryggingafélagið fyrir skemdir upp að 500 krónum ( norskar ca. 5000 ísl). Annars ef það þarf að skifta um framrúðu þurfum við að borga 2000 kr norskar. Húff púff.Þannig að á miðvikudaginn ætla ég að fara á 2 mismunandi verkstæði og athuga hvað þetta kostar og annað, svona til að fá verðsamanburð.
En eins og ég var búin að ákveða þá ætla ég að vera bjartsýn þessa vikuna.
Ég hef allavegana eitthvað að gera meðan karlinn er ekki heima.
Athugasemdir
Brostu... kvetteri kvitt...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 15.1.2007 kl. 18:02
Ég nota aldrei batteríið í tölvuna mína... Kvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2007 kl. 19:42
bara að brosa og hafa gaman af eftirá
Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 22:43
Þú átt nú að geta keyrt in á næsta bilglass verkstæði og sagt að þú hafir fengið stein í rúðuna og þarft ekki að borga neitt
Sigrún Friðriksdóttir, 15.1.2007 kl. 23:38
þú átt eftir að hlæga að þessu seinna ..
Margrét M, 16.1.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.