Alveg ótrúlega skrítið

Já við fórum með BMW inn ( Bara meira vesen ) í skoðun á mánudaginn og fengum alveg óendanlega mikið af athugasendum á hann og þar með enga skoðun. Ein af athugasemdonum var að bíllinn mengaði of mikið. Og það gæti verið dýrt að gera við það. Þannig að við fórum og létum tengja hann við tölvu hjá BMW umboðinu í Stavanger í morgunn, kemur í ljós að það er bara ekkert að bílnumW00t. En þetta eru auðvitað bara mjög góðar fréttir fyrir okkur þar sem þá verður minna sem þarf að gera við bílinn og við þurfum ekkert að stressa okkur á því að kaupa nýjan í bili. Þá er bara að panta annan tíma til að láta skifta út framrúðunni.

En þar sem við eigum ekki eftir að láta setja okkur á hausinn við að gera við þennan bíl, þá get ég væntanlega sagt upp vinnunni minni í dag og svo bara beðið eftir að draumavinnan verði sett út á netiðGrin. Það eru auðvitað bara æðislegar fréttir fyrir mig.

En eitt er víst að ég fer ekki að vinna sem Personlig Assistent aftur, þar sem ég hef mjög slæma reynslu af því. En ég mun gefa kommunen leifi til að nota alt það sem ég hef sagt til að hjálpa þessari fjölskyldu til að hafa betra samband við sína starfsmenn.

Það er auðvitað klárt að andinn á þessu heimilli er allt í einu orðin mikið léttari.

Bestu kveðjur

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Til lukku með bílaskoðunina Gott að þetta slapp !!! Við erum heppin að vera ekki bara bundin við einn stað til að fá skoðun Og til hamingju með að vera búin að taka ákvörðun, það er alltaf fyrsta stigið.

Lykke til videre, Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 12:38

2 identicon

Glæsó

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Margrét M

"gott hjá þér "

Margrét M, 24.1.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Ólafur fannberg

glæsilegt

Ólafur fannberg, 24.1.2007 kl. 13:55

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel að leita að vinnu. Velkomin í bloggvinahópinn minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2007 kl. 16:37

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Flott hjá þér

Vatnsberi Margrét, 24.1.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband