Jæja, skemti mér nú bara ágætlega í gærkvöldi og nótt. Var í partýi heima hjá einni sem er með mér í skólanum, hún átti nefnilega afmæli. Svo var haldið niður í bæ og þar tók fjörið við, múhaha. Þar dansað ég eins og vitleysingur og sit eftir með smá eymsli í löpponum eftir að hafa valið hæðstu pinnahælana mína ( beauty is pain ). Svo er ég með svoldið bólgna efrivör eftir að einhver asni datt í gólfið og skallaði mig þegar hann var að standa upp. Gaman gaman hjá mér.
Þegar ég var orðin þreitt á að dansa kíkti ég á vínkonu mína sem er að vinna næturvakt á hóteli niðri í bæ og hún pantaði svo seinna leigubíl fyrir mig heim, en út af mikillri annasemi hjá leigubílstjórum bæarins var ég ekki komin heim fyrr en kl 5 í morgunn.
Í dag er ég semsakt drulluþreytt og svoldið aum í efrivörinni en það var allavegana dúndurstuðk.
Svo er verkefni dagsins hjá mér að skrifa ritgerð um öldrun. Það ætti að vera spennandi. Best að hífa sér í lærdóminn
Bestu kveðjur
Kolla
Athugasemdir
LOL. Já það er nokkuð góð hugmynd hjá þér Guðmundur minn.
Kolla, 28.1.2007 kl. 16:43
Svaka fjör hjá þér. Nei, þú ættir að skrifa um að vera ungur og fjörugur. Svo vona ég að þú dansir bara fram á nótt þegar þú verður gömul.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.1.2007 kl. 21:01
Þeir verða skemmtilegri eldri sem skemmta sér yngri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 21:19
gangi þér vel
Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.