900 orð búin, bara 600 eftir

Víííi, búin að vera dugleg stelpa í dag, skrifað allavegana 500 orð og rétti það sem ég skrifaði í gærGrin. Megnið af verkefninu búið og og svo á ég auðvitað eftir að teikna mynd af hjartanu.

Hópfundurinn í dag var bara allt í lagi svosem. Við komum á framfæri miklu af því sem við vildum en ég held því miður að manneskjurnar sem áttu að taka það til sín gerðu það ekki. Svo kom upp smá svona rifrildi, ég meina við hverju er að búast 6 stelpur að ræða hlutina og allar vilja fá sitt. En allt er gott sem endar vel. Reyndar var ein sem tók mig fyrir sig og baðst svo innilegrar afsökunar á því eftir á, hún var víst pirruð út í einhverja aðra og lét það vaða yfir mig. Gaman gaman. En það verður alveg hellingur að gera í skólanum á næstunni, við vorum að fá eitt aukaverkefni sem á að vera tilbúið á miðvikudaginn 1500 orð takk fyrir. Það er ekki altaf svo auðvelt þar sem það eru 2 stelpur í hópnum sem nenna ekki alltaf að mæta í skólann. En við  skrifuðum nýjan hópsamning og ef hann virkar eins og hann á að gera þá verða þær að mæta. Kemur allt í ljós

Svo kom tölvubatteríið mitt loksinsSmile. Það verður munur að þurfa ekki altaf að mæta 30 mín of snemma í skólann til að ná plássi nálagt innstúngum. Jibbý.

 

Jæja núna er ég orðin ansi þreytt í heilanum mínum og ætla bar að slappa af, horfa á sjónvarpið og fara svo að lúlla

Kveðja kolla ofur skólastelpa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá, þú ert aldeilis búin að vera dugleg í dag. Þú átt fyrir því að fara að slappa af. leiðinlegt að stelpan tók þig fyrir en gott að hún baðst þó afsökunar. Kveðja til Kollu ofur skólastelpu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.1.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Rosalega ertu flink stelpa eins og við segjum svo gjarnan hér Svo er um að gera að fá til nýjan hóp ef vinnann lendir alltaf á sama fólkinu, þá eiga þær sem ekki mæta ekki rétt á einkunn "vet du"

Men lykke til videre og sov godt !!! 

Sigrún Friðriksdóttir, 30.1.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Margrét M

dugleg þú .Kolla skólastelpa ..

Margrét M, 31.1.2007 kl. 09:03

4 Smámynd: Ólafur fannberg

what´s up ......

Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 10:59

5 Smámynd: Erla Skarphéðinsdóttir

Það er alltaf gott að verðlauna sig þegar maður er búin að vera duglegur

Erla Skarphéðinsdóttir, 31.1.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband