Jæja þá er maður búinn að fá meiri upplýsingar um morðin í gær.
Talið er að faðirinn hafi drepið konuna sína og síðan börnin sín 8 ára gamlan strák og 12 ára stelpu. Þetta var velstætt fólk í góðum vinnum. Maðurinn á að hafa sent e mail í vinnuna á þriðjudagskvöldið, í bréfinu stóð : Ég get ekki meira. Maðurinn var í yfirmannastöðu BP Norge með ábyrgð á 25 starfsmönnum og veltu upp á fleiri miljarði nrk. Samstarfsmenn hans segja að maðurinn hafi unnið um 60 - 70 tíma á viku ( venjuleg vinnuvika í noregi er um 37,5 tímar). Eitt af verkefnum hans á að hafa farið í vaskinn.
Sálfræðingar telja að maðurinn hafi verið undir mjög miklu álagi og ákveðið þar með að enda líf sitt og fjölskyldu sinnar ( alt samkvæmt Stavanger aftenblad )
Enn vill lögreglan ekki gefa út upplýingar um dánarorsök, og ekkert vopn fanst í íbúðinni.
Afar afar sorglegt.
Athugasemdir
Nýjustu fréttir segja að maðurinn hafi kirkt konuna sína og börnin og svo tekið sitt eigið líf
Kolla, 1.2.2007 kl. 15:54
Svona fréttir eru alltaf sláandi og ég fæ sáran sting í hjartað.
Vatnsberi Margrét, 1.2.2007 kl. 16:11
aumingja fókið ... hrollur.... hugsaðu þér ættingjana
Margrét M, 1.2.2007 kl. 16:11
Já það hlítur að vera alveg agalegt að vera ættingi þeirra. Þetta er ólýsanlega sorglegt
Kolla, 1.2.2007 kl. 16:28
Já þetta er afar skrítið, það bara hlítur að vera önnur ástæða.
Kolla, 1.2.2007 kl. 16:56
Æ hvað þetta er hryllilegt og sorglegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.2.2007 kl. 20:16
Þetta eru rosalega sláandi fréttir og hefur sterk áhryf á mann að sjá skólaborðin hjá krökkunum með kertljósi og myndum sem bekkjarfélagarnir hafa teiknað sem hinstu kveðju. Ég vona að þið getið ýtt þessu frá ykkur og ekki fylgst með fréttum um helgina. Þetta hlýtur að snerta ykkur en meira en mig þar sem þetta er líka í nágrenninu hjá ykkur
Men kos dere
Sigrún Friðriksdóttir, 1.2.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.