Jæja, valentínusardagurinn er víst dagur ástarinnar, en karlinn kemur ekki heim fyrr en á morgunn. En í staðinn þá er ég búin að kveikja á fullt af kertum hérna ( það mörgum að ég fæ ofbyrtu í augun), og ætla að hafa stelpukvöld fyrir sjálfan mig. Þá er að lakka neglurnar og setja á sig andlitsmaska og svo framveigis og auðvitað hlusta á alla uppáhálds tónlistina okkar. Og auðvitað hugsa ég fallega til Jóseps sem er að vinna þessi elska.
Við vorum búin að vinna á sama vinnustað í 2 mánuði áður en við rákumst á hvort annað. Nokkrir úr vinnunni fóru í keylu og ég ásamt vinkonu minni fórum upp í keyluhöll að hitta liðið, en þar byrjaði okkar ferð saman. Við höfum gegnið í gegnum margt, en við höfum altaf verið tilstaðar fyrir hvort annað og getað talað saman um allt. Í dag eru 7 ár, 6 mánuðir og 1 dagur síðan við byrjuðum okkar líf saman. Og ennþann dag í dag fæ ég fiðrildi í magann þegar ég sé hann .
Til hamingju með daginn og hafið það sem allra best í kvöld
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 14. febrúar 2007 | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér að hafa svona stelpu kvöld!
happy valentine!
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:51
Ég er búinn að þekkja konuna mína í 13 ár og ég finn ennþá þennan fiðring... æðislegt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 22:00
Ó en krúttlegt... :) Góða skemmtun í dekri!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.2.2007 kl. 22:26
Til hamingju með Valintínusardaginn. Leiðinlegt að Jósep þinn gat ekki verið með þér í kvöld en það er gaman að heyra hve ástfangin þið eruð.
Ég er mikil kertakona og hef oft allt uppljómað. Það veitir gleði. Hafðu það gott í kvöld.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 22:28
Gleymdi að segja. Flott mynd.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 22:29
Takk takk, ég er virkilega að njóta þess að vera ein í augnablikinu. ég hef bara rómantískan dag með karlinum þegar hann kemur heim á morgunn
Kolla, 14.2.2007 kl. 22:47
til hamingju með daginn og kvöldið gamla
Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 23:00
Hafðu það gott á morgun með ástinni þinni Og gott að þú sért að dekra smá við þig...ég var aðeins að pempra smá við mig í kvöld líka...andlits þrif..hárþvottur...og cosy heit..bara gaman
Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:01
Ég vissi að þið væruð dugleg við þetta Og ekki er nú verra að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig og vera svo extra fínn á morgun
Klems frá mér á austurlandinu
Sigrún Friðriksdóttir, 15.2.2007 kl. 00:08
ég er búin að þekka ástina mína í rúm 6 ár , við höfum verið saman í 3 ár ,,, ég fæ alltaf þennan góða fiðring í magan þegar ég sé hann , vona þetta verði þannig alltaf ... eigið góðar stundir saman á morgun ..knús
Margrét M, 15.2.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.