Já það stittist í það að karlinn komi heim. Núna er ég búin að skrúbba íbúðina hátt og lágt, ég held að hún hafi ekki litið svona vel út síðan við byrjuðum að gera upp eða kanski bara aldrey reyndar þegar ég fer að hugsa mig aðeins um. En ég er búin að setja kerti út um alla íbúð og svo ætla ég að elda uppáhálds matinn hans Jóseps í kvöld handa honum.
Svo verð ég að fara að planleggja næsta matarboð hérna hjá okkur, það verður annaðhvort á morgunn eða laugardaginn, ekki alveg ákveðið enþá. En ég er búin að setja upp matseðilinn. Ég ætla að leifa nossörunum að bragða á alvöru hamborgara með sinnepsósu og svo auðvitað frönskum með kokteilsósu. Ég vona að það slái í gegn, svo veður auðvitað bjór með matnum, hehe. Mjög mikilvægt. Og hver veit nema að maður bjóði nossorunum upp á íslenskar pönnukökur:)
Og svo má ekki gleima að vinna með nýja skólaverkefnið um helgina. Þannig að það er nóg að gera hérnal. Svo langar mig alveg rosalega til að koma í heimsókn á klakann. Mig langar svo að hitta fjölskilduna og litla voffan minn, ég hef ekki séð hann síðan í sumar áður en hann lenti í slysinu. Honum var ekki hugað líf og svo var sagt að hann myndi aldrey jafna sig, en það gerðist smá kraftaverk, hann er búinn að jafna sig alveg ótrúlega vel, bara næstum því að fullu. Hausinn hans er víst aðeins skakkur einstaka sinnum en annars er hann eins og áður. Ég fékk senda mynd af honum í gær, það er fyrsta myndin sem ég sé af honum eftir slysið, og hann er enþá jafn ótrúlega fallegur.
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 15. febrúar 2007 (breytt kl. 20:47) | Facebook
Athugasemdir
kerti um alla íbúð. ..kósý.. næs hjá ykkur ..njótið vel ...knús
Margrét M, 15.2.2007 kl. 15:31
Kerti um allt. Það kann ég að meta. Gótt matarpartý. Já, þetta hljómar vel og það er hægt að láta sig hlakka til. Svo heimsókn á klakann. Gaman ef þú kemur. Gaman að lilti voffi náði sér. Er alltaf að þjóta liðið var að koma inn og vill matinn. Bestu kveðjur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.2.2007 kl. 18:22
Hamborgari með frönskum og kokteilsósu slær í gegn, ég er alinn upp í Keflavík og þar voru Villaborgarar með öllu. Tómatsósu, hráum lauk, steiktum, rauðkáli, hamborgari, remolaði, sinnep og súrar gúrkur. Það eru jól hjá okkur þegar ég laga svona hérna Tók mig 4 ár með söknuði þar til vinkona mín sagði af hverju geriru þá ekki sjálf Hafði ekki dottið það í hug var bara vön að kaupa þá tilbúna. En vonandi verður kvöldið huggó og matarboðið velllykka !!
Klem og kos
Sigrún Friðriksdóttir, 15.2.2007 kl. 20:52
Ég fékk svona "desjavú" til fortíðar þegar iltektargenin mín voru mjög virk..nærri ofvirk..eru sko löngu orðin uppurin eða skítaþröskuldurinn hefur hækkað við það að búa með 5 karlkynsverum er mikið búin að pæla í því að fá hann "gena" Kára til að fara að finna tiltektargenið hjá karlkyninu...En með voffann þinn..þá myndi ég fara með hann til höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara, já ég er að meina í alvöru, því að þetta meðferðarform virkar á allar "skepnur" sem hafa sama system og við mannskepnan..þ.e. hryggsúlu, mænu, heila og höfuðkúpu...hef notað það á kettina mína með ágætum árangri..
Agný, 16.2.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.