Jæja þá er það ákveðið, síða karlinn er að fara að vinna á mánudaginn og ég bara nenni ekki að hanga heima þá ætla ég að reyna að komast heim á klakann í svona ca. vikuferð. . Mig hlakkar alveg geðveikt til að knúsa litla voffann minn, og það sem er mest spennandi er hvort að hann þekkji mig eftir slisið ( sem hann lenti í ). Og svo er pabbi og Maja komin með lítinn hvolp líka, veðrur gaman að pína hann svoldið.
En annars er bara allt fínt að frétta, við kíktum á Tonje og Arne í gærkvöldi, þau buðu okkur upp á mat og bjór. Svo í kvöld koma þau í mat til okkar:). Í gærkvöldi pöntuðum við svo hótel fyrir Parísar ferðina okkar. Tonje og Arne koma með okkur, og við ætlum okkur að fara í Euro Disney og auðvitað skoða París, hátt og lágt. Þetta er 3 ferðin okkar Jóseps til Parísar og við vonum að Louvr sé opið í þetta skiftið. Langar svo að sjá brosið hennar Mónu Lísu. En við förum 2 mars og komum heim 6 mars, svaka stuð. Pöntuðum hótelherbergi á hóteli rétt fyrir utan Euro Disney, þar er sundlaug og gólfvöllur og alles. Þetta er voða flott sveitahótel. En við pöntuðum í gegnum raits to go, þeir eru rosalega oft með mjög góð tilboð á hótelherbergjum, enda höfum við altaf pantað í gegnum þá þegar við erum að ferðast svona. Þannig að það er nóg af ferðalögum á næstunni hjá okkur . Enda bara gaman að því.
Knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
Ohh gaman gaman Vonandi skemmtið ykkur vel.
Melanie Rose (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 18:46
Margt spennandi framundan hjá þér. Það er svo gott að láta sig hlakka til. Vonandi verður gaman bæði í París og á klakanum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 20:10
Mmmmm rómó ég hef aldrei komið til Parísar Vonandi njótið þið vel, sem ég er alveg viss um að þið gerið Vonandi verður gaman að skjótast heim í stressið
Klem og kos
Sigrún Friðriksdóttir, 17.2.2007 kl. 21:33
skemmtið ykkur!
knús
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 11:14
Til hamingju með konudaginn á Íslandi
Knús
Sigrún Friðriksdóttir, 18.2.2007 kl. 13:19
Til hamingju með konudaginn
Jóhanna Pálmadóttir, 18.2.2007 kl. 17:21
ég væri til í að fara til Parísar ekki spurning .það er á listanum yfir það sem á eftir að gera .. en gott hjá þér að kíkja á klakan ..
Margrét M, 19.2.2007 kl. 10:48
Góða skemmtun
Vatnsberi Margrét, 20.2.2007 kl. 01:55
kvittós
Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:36
kvitt og knús
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.