Loksins komin heim:)og einu ári eldri en engu vitrari:)

Hæ hæ.

Jæja þá var ég eina viku á Íslandi með fjölskyldunni og voffanum mínum :), þann 28 febrúar voru 9 ár síðan ég fékk hannSmile.

Ég kom mér vel fyrir í flugvélinni frá Reykjavík til Osló, með góða bók og teppi og alles, hihi. Svo þegar ég lenti i Oslo var okkur farþegonum tilkynt að raninn virkaði ekki þannig að við þyrftum að bíða eftir stiga, sem er alt í lagi, nema hvað að ég var að missa af síðasta flugi til Stavanger og varð að komast heim til að koma bílnum í viðgerð ( við nentum ekki að gera við hann sjálf). Svo hringir karlinn meðan ég er að bíða eftir að komast út úr flugvélinni og heimtar að ég kaupi vín. Þannig að það var ekkert lítið stress hjá mér og það á afmælisdaginn. En ég komst alla leið til Stavanger, var komin heim um eitt leitið um nóttina og fór heim að pakka fyri rnæstu ferð.

Á fimtudaginn lögðum við svo í hann, þennan daginn var ferðinni heiti til Oslo, þannig að við næðum fyrista flugi til París á föstudeginum.

Föstudagurinn rann upp og allir komnir á fætur eld snemma, flugið gekk mjög vel og við komum okkur til Euro Disney án vandamála. Svo var bara hlaupið upp í næsta strætó til að komast á Golf hótelið sem við ætluðum að vera á. Nema hvað að við erum alt í einu komin lengst upp í sveit og við rekin út úr strætónum, þetta var endastöðin. Þarna stóðum við 4 stykki og skildum ekkert hvar hótelið var. Eftir 2 klukkutíma fundum við út að hótelið var 2 km. í burtu, þannig að við hringdum þangað og báðum um að það yrði sendur leigubíll eftir okkur. Nei það var ekki hægt, við urðum sko bara að labba. Þannig að þetta fallega hótel sem átti að vera í 5 mínotna fjarlæg frá Euro Disney var langt langt langt í burtu frá Euro Disney. Þannig að við ákváðum að finna okkur nýtt hótel inni á ratestogo.com og vitir menn, í þetta skiftið var það rétt hjá Disneylandi.

Restin af ferðinni gekk mjög vel, nema hvað að mig fór að verkja í hnéið ( gömul íþróttameiðsl ), en ég lét mig hafa það, enda er ég enþá með mikla verki og kemst varla niður tröppurnar hérna heim.

En ég skemti mér mjög vel og hafði mikið gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ verst með verkinn. En svona æfintýri gera ferðir minnisstæðar. Svosem ekkert gaman meðan á æfintyrinu stendur. Knús og klemm

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2007 kl. 19:44

2 identicon

Ohh hvað það hefur verið gaman hjá þér  Iss það er bara gaman að lenda í einhverjum ævintýrum

Melanie Rose (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Kolla

Það er ekkert ferðalag nema maður lendi í einhverjum ævintýrum. allavegana ekki hjá mér, hehe, lendi altaf í einhverju skemtilegu og spennandi.

Kolla, 8.3.2007 kl. 20:44

4 identicon

til hamingju með daginn og já ferðalög þurfa að hafa ævintýri!

knús

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Agný

Eins gott að ekki öll ævintýri endi svona "köttur setti upp stýri út í mýri"En ..ég festist að vísu í gömlu hnjámeiðslunum þínum.. er búin að læna nokkuð mörg hné  síðustu 10 árin..Ef þú vilt vita afhverju ég segi þetta (satt samt)..kíktu þá á http://www.heilsubankinn.is  undir allir meðferðaraðilar eða smelltu á meðferðirnar sem eru skráðar þarna.. Sendi þér knús og kyss á báttið eins og mamma gerði í denn...

Agný, 9.3.2007 kl. 03:41

6 Smámynd: Agný

Ég og "rit" blindan mín ...urr... átti við "lækna" en ekki "læna" ja.. má svo sem alltaf búa til nýyrði....

Agný, 9.3.2007 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband