Góður dagur í dag :Þ

Jæja, ég er búin að hringja út af tvemur vinnum í dag og fékk atvinnuviðtal hjá báðum, önnur er við heimili fyrir einhverfa og hin er á heimili fyrir eiturlifjanotendur med geðvandamál. Þannig að þetta er voða spennandi. Ég verð samt að viðurkenna að mig langar mest til að vinna með einhverfum en þetta kemur bara í ljós. Svo sá ég aðra vinnu á netinu sem mig langar mikið að vita meira um en hún er á barnageðdeild. 

En ég verð nú að bæta við ansi findinni sögu frá París.

Þannig er mál með veksti að ég er alveg rosalega hrædd við rússíbana, en þrátt fyrir það er ég það þrjósk að ég verð altaf að prófa einn þegar ég hef möguleikan til þess, bara til að athuga hvort að þetta verði eitthvað léttara. Og auðvitað til að reyna að komast að því hvað fólki finst svona æðislegt við þetta. Eftir miklar samræður um hvaða rússíbana væri best fyrir mig að taka varð einn sem átti víst að vera frekar leiðinlegur miðað við hina fyrir valinu. Allavegana ég fór í einn rússíbana í Euro Disney sem heitir Rock and roller coster. Þegar röðin var komin að mér og Jósep sendu þeir nokkra vagna án þess að filla þá. Þetta leist mér als ekki á, sérstaklega ekki þar sem ég er svo hrædd við að þeir bili meðan ég sit í þeim. Allavegana þá var okkur loksins hleypt um borð, það má nefna það að þessum rússíbana er skotið upp í loftið og þegar hann opnaði var hann hraðasti rússíbaninn í allri Evrópu ( þetta vissi ég ekki ). Ég um borð og svo var okkur skotið upp, fyrst fórum við í stóra lykkju og svo komu brekkurnar og allt hitt á eftir. Þótt að þetta hafi ekki verið langur tími þá leið mér eins og þetta tæki heilan klukkutíma. Þegar við komum út var ég skjálfandi eins og hrísla. Jósep, Tonje og Arne ákváðu að fara eina ferð í viðbót meðan ég sat fyrir utan og reyndi að jafna mig, þau komu svo hlaupandi út stuttu seinna og tilkintu mér það að ástæðan fyrir því að þeir keyrðu tóma vagna áður en við fórum í þessa ekki svo ánægjulegu rússíbana ferð höfðu þeir tekið af nokkra vagna til að auka hraðann. Þetta er bara tíbískt ég!!!W00t

Nema hvað að þegar við vorum að fara frá París sofnaði ég í flugvélinni, ég vaknaði alveg brjáluð þegar við vorum að fara á loft af því að ég var viss um að ég væri komin aftur í rússíbanann Tounge. Hehe.

Klem og nuss 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Rússibanar eru snyldaruppfinning  fór í alla bestu rússibana ameríku í fyrra og stelpurnar mínar 8 og 10 ára voru líka brjálaðar í þetta, en reyndar voru konan og pjakkurinn ekki eins hrifin

Kristberg Snjólfsson, 9.3.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Margrét M

he he he skemmtileg saga ,sé þig í anda í flugvélinni

Margrét M, 9.3.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Kolla

Humm Kristberg, ertu búinn að fara í Titan, þennan sem er í six flags over Texas???

Kolla, 9.3.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Nei en er allveg til í að fara í hann er hann eitthvaðrosalegur

Kristberg Snjólfsson, 9.3.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Kolla

Titan er 4 hæðsti rússíbaninn í heimi:). Six flags over Texas eru einnig með einn af stæðstu tré rússíbönonum í heimi.

Kolla, 9.3.2007 kl. 16:46

6 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Mér finnst þú kjörkuð. Það væri ekki hægt að koma mér í rússubana hvað sem í boði væri. Vonandi færðu þá vinnu sem þú vilt.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 9.3.2007 kl. 18:10

7 Smámynd: Hugarfluga

Frábært hjá þér að vinna meðvirkt í að sigra óttann á rússíbönunum! Ég er ekki með neina rússibanafóbíu, en er alveg hætt að fara í svoleiðis tæki ... fæ bara ekkert útúr því nema magapínu og ógleði. 

Hugarfluga, 9.3.2007 kl. 18:52

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ ég fékk í magann að lesa þetta. Í gamla daga hefði ég viljað en ekki núna. 

gangi þér vel í sambadi við vinnuna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.3.2007 kl. 20:01

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

Gangi þér vel með vinnuna, vona að þú fáir það sem þú vilt

Gerða Kristjáns, 10.3.2007 kl. 00:09

10 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég mæli með vinnu með einhverfum ...... tala af reynslu því ég á 2 einhverfa syni

Anna Gísladóttir, 10.3.2007 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband