Eins og fram hefur komið áður bjó ég í 18 mánuði í Tulsa Oklahoma, áðan fór ég inn á www.dumlaws.com og komst að því að ég hef brotið nokkur lög meðan ég bjó þarna, auðvitað án þess að ég vissi að ég væri að brjóta þau.
Eftirfarandi lög hef ég brotið:
1) Konum er óheimilt að greiða og stæla hárið sitt sjálfar án heimildar frá fylkinu.
2) Það er bannað að gretta sig framan í hunda ( Úps, var að leika við hundinn minn )
3) Hundar þurfa að hafa skriflegt leifi frá bæjarstjóranum til að leika sér saman 3 eða fleiri á einkaeign.
4) Oklahoma leifir ekki að maður bíti í annaramanna hamborgara ( En Jósep leifði mér að smakka)
5) Þeir sem búa í Oklahoma þurfa að borga skatta af húsgögnum og persónulegum eignum ( Úps )
6) Bannað að hrækja á gangstéttarnar ( Hvaða gangstéttar???, það voru engar ).
Humm humm, þeir ættu kanski að gefa öllum sem flytja til Bandaríkjana lista yfir þetta.
Bestu kveðjur
Kolla fangelsismatur
Flokkur: Bloggar | Laugardagur, 10. mars 2007 (breytt kl. 14:12) | Facebook
Athugasemdir
fangainnlitskvitt hahaha
Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 14:46
hahahah góð
bara Maja..., 10.3.2007 kl. 14:47
Bwahaha.....meira ruglið !!
Melanie Rose (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:20
Jahérnahér. ÉG verð sko að fara að tékka á lögunum hérna í Kaliforníu, ætli ég sé fangelsismatur líka???? Takk fyrir hlýju kveðjurnar á blogginu mínu, ég er enn að rifna, ég er svo hamingjusöm að vera trúlofuð Gaman að sjá hversu mikið þú ferðast, ég er ferðalaga sjúk sjálf, en því miður ekki ferðalaga rík Njóttu helgarinnar!!
Bertha Sigmundsdóttir, 10.3.2007 kl. 17:26
Hehe þú ert frábær
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 10.3.2007 kl. 17:49
Ja, ekki er öll vitleysan eins. Það er svosem ekki við öðru að búast frá landi þar sem menn búa til hluti einsa og þetta. Púkinn hefur ákveðnar efasemdir um geðheilsu Bandaríkjamanna almennt, en hvað um það ...þessi vitlausu lög eru gott dæm um hvað er að í þessu þjóðfélagi.
Púkinn, 10.3.2007 kl. 18:54
Oklahoma er yndislegur staður...en Ókíarnir eru léttgeggjaðir ...já ok...snargeggjaðir!
Róbert Björnsson, 10.3.2007 kl. 19:04
Okíarnir eru snargeggjaðir já. Hefurðu séð Okí orðabókina? Hún er bara frábær.
Kolla, 10.3.2007 kl. 19:25
hahaha þetta er bara snilld
Gerða Kristjáns, 10.3.2007 kl. 19:32
Vá, arrest me and call me Sally! Tulsa ... here I come!! NOT!
Hugarfluga, 10.3.2007 kl. 20:01
Soldið öðruvísi lög þarna en annars staðarer ekki sagt hvergi annars staðar en í Ameríka.
Vatnsberi Margrét, 10.3.2007 kl. 20:56
Já, Bandaríkin eru skrítin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.3.2007 kl. 21:58
eins gott að þú slappst áður en þeir náðu þér .. he he .. þetta er meiriháttar fyndið
Margrét M, 12.3.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.