Annars er bara rólegur sunnudagur hérna hjá mér, það var nóg action í nótt. Ég kíkti á Tonje vinkonu sem var að vinna næturvakt á hótelinu. Um 3 leitið í nótt varð alt vitlaust fyrir utan hótelið og hún varð að fara út að gá. Henni var sagt að það væri einhver upp á þaki á hótelinu þannig að við hlupum upp og athuguðum allar hæðir en enginn var upp á þaki. Aðeins seinna kom í ljós að það var par sem hafði verið læst út á svölum á hótelherberginu sínu. Þarna voru greyin búin að standa í rúman klukkutíma í rigningu.
Jæja, lærdómurinn verður víst að halda áfram.
Bestu kveðjur og stór knús
Kolla
Flokkur: Bloggar | Sunnudagur, 11. mars 2007 (breytt kl. 19:27) | Facebook
Athugasemdir
Já. það má nú segja að allt er ekki eins og það sýnist. Gangi þér vel með lærdóminn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.3.2007 kl. 19:28
Þetta átti að koma með en ég ýtti of fljótt á takkann.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.3.2007 kl. 19:28
hæ
mjög fyndið þetta fyrir neðan!
en greyið fólkið á hótelinu!
knús og kvitt
xK
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:17
Það er aldrei gaman að því að læsa sig úti..hef lent í því sjálf...Gangi þér vel með námið.
Agný, 12.3.2007 kl. 02:51
Úff ekki gaman hjá greyið fólkinu. Gangi þér vel með námið
Vatnsberi Margrét, 12.3.2007 kl. 10:01
he he he ... aumingja fólkið ..
Margrét M, 12.3.2007 kl. 11:18
Kanski þaug hafi þurft á kælingu að halda hihi . Gangi þér vel með námið
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 12.3.2007 kl. 16:09
Þú ert svo dugleg með lærdóminn. Aumingja fólkið að vera föst úti í rigningunni.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 13.3.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.