Jæja, ein búin að hlusta aðeins of mikið á u2 í dag. Er búin að vera svo upptekin með nýja verkefnið að ég hef lítinn tíma haft til að gera neitt annað.
Annars er það að frétta að ég fór í atvinnuviðtal í gær og var ráðin á staðnum, ég byrja að vinna 24 mars . Er að fara að vinna með einhverfa sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Það eru að vísu bara 3 sem búa þarna einn vistmaður á hverri hæð. á fyrstuhæð eru altaf 3 starfsmenn í vinnunni, á annarihæð altaf 2 og á þriðju altaf 2. Þarna er mikið öryggi og starfsfólkið virtist vera mjög almennilegt. Þeir sem hafa byrjað að vinna þarna sem nemar hafa unnið öll 3 árin og sumir haldið áfram eftir útskrift líka. Mér líst bara mjög vel á þetta og er alveg ofboðslega ánægð.
Bestu kveðjur frá Noregi
Knús
Kolla
Athugasemdir
Til hamingju með vinnuna!
Jóhanna Pálmadóttir, 14.3.2007 kl. 20:43
bestu kveðjur frá Íslandi
Ólafur fannberg, 14.3.2007 kl. 20:44
Til lukku með þetta
Gerða Kristjáns, 14.3.2007 kl. 20:51
gangi þér allt í haginn
halkatla, 14.3.2007 kl. 21:03
Til hamingju með starfið . Ég elska U2 kkveðja Ester
Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 21:14
Til hamingju með vinnuna
Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:24
Til hamingju.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.3.2007 kl. 21:57
Frábært hjá þér til hamingju klemm og knús
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 14.3.2007 kl. 22:56
til hamingju með vinnuna... svo vil ég KVITTA ærlega fyrir mig... hehehe.e.
Margrét Ingibjörg Lindquist, 14.3.2007 kl. 23:47
Til hamingju, með að hlusta svona mikið á U2!!! Nei, án gríns, til hamingju með vinnuna. Vildi líka spyrja þig hvort að þú þekkir nokkuð Gunnhildi Davíðsdóttur, hún býr líka í Noregi, rétt fyrir utan Osló held ég. Hún er góð vinkona mín síðan við vorum au-pairs saman í Boston, er bara forvitin hvort að þú hafir rekist á hana í Noregi
Bertha Sigmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 05:31
Til hamingju og best of luck!! xknús!! k
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 10:17
innilega til hamingju með nýju vinnuna þína
Margrét M, 15.3.2007 kl. 13:11
Takk takk :9)
Kolla, 15.3.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.