Já hérna er nú bara fjör í augnablikinu, ég sé að ljóstastaurinn fyrir utan vaggar til og frá í vindhviðonum. Ég vona nú að veðrið verði orðið betra á morgunn þar sem ég tek lest í skólann á morgunn.
En helgin er bara búin að vera yndisleg. Stelpukvöldið heppnaðist vel og við kíktum auðvitað niður í bæ í rigningu og roki. En við létum það ekki skemma fyrir okkur :Þ.
Svo skrapp ég í annað partý í gærkvöldi, ekkert lengi var nú bara að ná í skólabækurnar mínar, en fékk mér smá bjór og talaði við liðið, eftir það fór ég til Tonje og við sátum og drukkum smá rauðvín og spiluðum þar til um 4 leitði í nótt.
svo í dag þá fór ég og talaði við umsjónarkennarann minn, en hún vill tala við allar nemendurnar sínar áður en við förum út í starfsnám. Bara svona til að athuga hvernig þetta legst í okkur og svoleiðis. Svo var bara haldið heim á leið og lærdómurinn tók við.
Jósep kemur loksins heim á morgunn, og mig hlakkar ekkert smá mikið til. En hann er búinn að vera í aukavinnu. Það er einnig búið að breita vöktonum hans þannig að núna vinnur hann 6 daga og er heima 8 daga í staðinn fyrir að vinna 7 daga og vera heima 7. Og mig hlakkar svo mikið til að fá hann heim núna, enda eru 11 dagar síðan hann var heima síðast. En við erum líka búin að vera að spá í að gera svoldið, ég vil ekki segja neitt fyrrr en það er komið í box og er 110 % öruggt.
knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
Já úff hér er líka leiðindaveður. Ég skrapp á bílnum mínum heim til foreldra minna um fimmleytið og keyrði eina beygju sem er á leiðinni á mínum venjulega hraða en -úps..þá hafði bara skafið hressilega þar og bíllinn rólaði bara á veginum og fór nærri útaf.
. Eins gott að fara varlega. Og það er skíkalt úti!
Ester Júlía, 18.3.2007 kl. 20:43
Gott að þú skemmtir þér svona vel. Skemmtu þér líka vel þegar að Jósep kemur. Hér er kallt og andstyggilegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.3.2007 kl. 21:19
yndislegt að fá kallinnn heim er það ekki .. svona út með það hvað er verið að fara að gera ..
Margrét M, 19.3.2007 kl. 10:47
Flott að fá kallin heim. Veistu það er ekki fallegt að koma með svona hálfkveðnar sögur maður verður svoo forvitinn.
Vatnsberi Margrét, 19.3.2007 kl. 10:51
Sko, here it comes. Við erum að spá í að kaupa bíl sem er á leiðinni til Stavanger núna. Ef hann er í jafn góðu standi og hann lítur út fyrir að vera þá verður hann keiptur. þetta er Toyota Corolla T-sport, dýrasta týpan með öllum aukahlutum þar á meðal er hún seinkuð og með kitt allan hringinn. Svört 2005 árgerð bara keirð 33000 kílómetra. Þannig að nú vitið þið það
. Þeir reikna með að hún verði komin fyrir fimtudaginn.
Kolla, 19.3.2007 kl. 14:07
Ólafur fannberg, 19.3.2007 kl. 14:24
Gaman að heyra að helgin hjá þér var góð, en leiðinlegt að heyra með veðrið. Hér í San Jose, Kaliforníu er bara sól og heitt, um það bil 15 stiga hiti alla síðustu viku. Ég væri alveg til í að fá smá rigningu, og fæ hana kannski á morgun, þá segja þessir frægu veðurspámenn að það fari að rigna... Gaman að heyra með bílinn, ég hélt kannski að þið væruð að fara að búa til eitt stykki barn
Gott að fá manninn heim, njóttu hans, og njóttu Mánudagsins...
Bertha Sigmundsdóttir, 19.3.2007 kl. 17:01
Gaman að þú skemmti þér vel um helgina
Og gangi þér vel mð bílkaupin.....Toyota rúlar sko ! Ég vil engan annan bíl en Toyotu
Og hafðu það gott með elskunni þinni 
Melanie Rose (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 20:48
Hi hi. Nei lítið barn verður að bíða betri tíma
. Og ég er sko að njóta þess að hafa karlinn heima
. Þarf því miður að bíða hérna í skólanum til kl 12 en er sennilega heima um 2 leitið í dag og get varla beðið eftir að komast heim til hans
Kolla, 20.3.2007 kl. 09:38
gott að þú skemmtir þér vel!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.