Jæja, fyrir um það bil 2 árum síðan náði ég að fljúga niður stigann hérna, endaði með því að ég var með svo stóran kolsvartan marblett á rassinum og tognaði á mjöðminni. Þannig að ég gat ekki setið og ekki unnið í 2 vikur. Nema hvað á sunnudagsmorguninn þegar ég er að labba niður stigann frá loftinu og niður á 2 hæðina hrin ég niður stigann. Í þetta skiftið náði ég mér í nokkra fallega marbletti hér og þar, sumir eru svartir og svo er kúla sem stendur út. En ég reykna með að það hafi blætt inn á vöðvan aftur. Og auðvitað náði ég að slá bakinu aðeins í líka, ekki sniðugt. Þar með hef ég komist að því að ég er með svokallað klaufagen.
Annars er það að frétta að ég var að vinna um helgina. Mér líkar mjög vel við starfsfólkið og fékk að upplifa smá action, hann sem við erum að hugsa um fékk smá brjálæðiskast og réðst á einn starfsmanninn. Alt gerðist voða hratt og innan við 10 sekúndur var annar starfsmaður kominn, þeir urðu að halda honum niðri á sófanum meðan hann róaði sig niður. En þar sem þetta tók smá tíma varð ég að íta á öryggiskerfið til að kalla niður 2 í viðbót til að aðstoða. Þrátt fyrir þetta finn ég firir miklu öryggi í vinnunni þar sem maður er aldrey einn og næsti maður altaf að filgjast með.
Hér er sko altaf nóg að gera og þá sérstaklega með skólaverkefni. Við vorum með hópvinnu í dag þar sem við fengum 6 klukkutíma til að klára verkefnið. Þetta tók bara nokkuð á þar sem ein stelpan í hópnum var í einhverju leiðinlegu skapi og fanst voða gaman að rífast um eitthvað. Ég stóð nú bara upp og bað hana um að geima þetta þar til seinna þar sem við hefðum engann tíma til þess að rífast í dag og hana nú, þetta endurtók sig svona 6 til 8 sinnum. Þá var stelpan orðin nokkuð fúl út í mig en mér er alveg sama þar sem við náðum að klára verkefnið og hefðum ekki náð því annars.
Núna kemur Jósep heim í fyrramálið og við erum að vonast til þess að bíllinn verði kominn til Stavanger :). En hann verður líklega upptekinn allan morgunndaginn við að leika sér í Playstation. En þá hef ég tíma til þess að fínpússa verkefnin mín þannig að þau séu tilbúin til að fara í prófmöppuna.
Jæja aftur að lærdómnum :)
Bestu kveðjur
Kolla súper dúper skólastelpa :9)
Athugasemdir
Let mig hafa það að rúlla niður stiga í Slóvaniu fyrir mörgun áum. Hafði ekki séð landið enn afþví ég kom keyrandi um kvöld .lenti á sjúkarhúsi með heilahristing, gat á haus, brákaðan handlegg og mör út um allt. Líklega er klaufagen í m´r. Ég bloggaði einhverntíman um þetta.
Leiðinlegt með stelpuna sem er að rífast. Gott að það var engin hætt á ferðinni í vinnunni og gagi þér vel lærdómurinn já og fyrst og fremst hafðu það gott með Jósep. vonandi sérðu líka bílinn bráðum. Knús.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.3.2007 kl. 20:32
hæhæ... farðu varlega í stigum væna :) Þeir geta verið stórhættulegir...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.3.2007 kl. 01:16
stigar geta verið varasamir svo þá skaltu forðast...
Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 07:12
Gott að ekki fór ver
Vatnsberi Margrét, 28.3.2007 kl. 08:24
Passaðu þig kona
Jóhanna Pálmadóttir, 28.3.2007 kl. 10:26
já stigakona ..fara varlega ...
Margrét M, 28.3.2007 kl. 10:43
þeir tína bæði ráð og rænu sem leyfa sér að fara í playstation og tíminn er horfinn út um gluggan. Gott að það fór ekki verr með stigan en láttu það bara vera að vera að þvælast þetta í stugum. Sendu aðra.
Unnur Guðrún , 28.3.2007 kl. 11:50
Úff þú ert hörkudugleg, í skóla og auðheyranlega mjög krefjandi vinnu ! En farðu nú varlega í stigunum !!
bara Maja..., 28.3.2007 kl. 14:42
Veit allveg hvernig er að vera svona hrakfallabálkur , um að gera að senda aðra ef það er hægt hihi . Gangi þér vel í vinnuni og gott að þetta verkefni er búið , sumir þurfa bara alltaf að rífast held ég . Klemm og knús vona að Jósep hafi nú einhver tíma fyrir þig líka hihi
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 28.3.2007 kl. 16:31
Ja hérna hér, endilega passaðu þig fyrir mig, þetta er ekki gott að heyra. Ég vona að þú sért ekki að drepast í verkjum. Ekki gaman að heyra þetta með vinnuna, en kannski fínt að sjá hversu vel það er dílað við svona köst í vinnunni hjá þér, líka gott að heyra að þér finnst þú örugg í vinnunni, mjög mikilvægt.
Þú ert hörkudugleg, gott að leyfa ekki einhverri gellu að eyðileggja fyrir þér verkefnið ykkar, það er alltaf einhver einn sem þarf að vera með stæla, við íslensku konurnar leyfum nú ekki neinum að vaða yfir okkur Skemmtu þér vel með manninum, Playstation, og vonandi kemur bíllinn bráðum... Take care for now
Bertha Sigmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 23:05
æi hvað ertu að meiða þig! en gott að ekki varð verra úr því! þó þú verðir sennilega frekar aum.... í soldinn tíma...
knús og von um bata!!!
xxxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:16
Hæ hæ snúlla, æææii ekki var nú gaman að lesa um klaufagenið þitt, ætli við séum skyldar ?? hehe sé að það er mikið búið að vera að gerast hjá þér, nýr bíll og vinna og allt. Til hamingju !!!!
Takk fyrir allar kveðjurnar og knúsin til mín
Sigrún Friðriksdóttir, 30.3.2007 kl. 18:01
innlitskvitt
Unnur Guðrún , 31.3.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.