Jæja hérna er búið að vera yndislegt veður í heila viku og mikið að gera bæði með skólann og annað . Ég er sko að njóta þess að hafa karlinn heima hjá mér. En því miður þarf ég að nota smá af tímanum til að laga skólaverkefni og gera þau tilbúin til að skila inn. En svona er þetta bara :). Við erum að fara í mat til Tonje og Arne í kvöld. Arne ætlar að grilla handa okkur á nýja grillinu sínu sem Jósep sótti fyrir hann í gær. En Arne á ekki nógu stóran bíl, híhí. Svo verður líklega horft á bíómynd þar sem Arne var að kaupa sér myndvarpa og græjur sem Jósep hjálpaði honum að setja upp á fimtudaginn, þetta var 9 tíma vinna hjá þeim, karlmenn sko. Ætli þeir hafi ekki barasta notað tímann í að drekka bjór í staðinn. Á meðan fengum við Tonje okkur smá rauðvín og spjölluðum um hitt og þetta stelpu dót, híhí.
Annars er það að frétta að han Franzi minn er orðinn svo kvefaður að hann er kominn á pensílín. En hún Maja var svo góð að fara með hann til læknis í gær þar sem hann hóstaði svo mikið greiið, þar fékk hann 2 sprautur og svo pensilínkúr. Takk fyrir að fara með hann Maja mín, þú ert yndisleg. En ég talaði við pabba áðan og Franzi er víst farinn að lagast núna sem betur fer. Aumi litli strákurinn minn.
Marblettirnir mínir eru að lagast en ég er með smá verki í mjöðmonum, reykna með að ég hafi tognað aftur, en er sko ekkert á leiðinni til læknsi. Hann segir mér örugglega bara að éta einhverjar pillur og liggja heima, því nenni ég sko ekki.
Jæja skólaverkefnin bíða
Bestu kveðjur úr góða veðrinu :)
Knús og kossar
Athugasemdir
Þegar ég fékk marblettina í Slóvníu sauð binkona min hvítkátlsblöð í smátíma og setti á marblettina. Þetta dró úr þeim. Þetta sama gerði hún svo í Belin þegar mamma var með mar á rassinum og það skrítan var að marið minkaði töluvert. annars vona ég að þér sé að bantan marblettirnir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.3.2007 kl. 12:20
Ég er með börnin talandi hér við mig og geri eintómar vitleysur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.3.2007 kl. 12:21
Takk Jórunn mín, eg prófa þetta
Kolla, 31.3.2007 kl. 12:48
Já er ekki yndislegt að hafa alvöru vorveður Hér er búið að vera 14- 18 stiga hiti sem ég þó mest notið af reykingarsvölunum á sjúkrahúsinu og út umgluggan hér heima en er að palna út tur í dag en bara út á bílastæði og horfa á bóndan mála eina hestakerru og njóta veðursins.
Risaklem og kos og njótið kvöldsins
Sigrún Friðriksdóttir, 31.3.2007 kl. 13:19
Góða skemmtun um helgina, alltaf gaman að fara í matarboð :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:00
Góða skemmtun og vonandi ferðu að lagast í marblettunum
Innlitsknús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 17:02
Hæ Kolla klaufi,bara rétt að kíkja ´aþig eins og alltaf kveðja Stína stóra sys.
Kristbjorg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 19:56
Gangi þér vel , vonandi fara marblettirnar að lagast ..
Ester Júlía, 1.4.2007 kl. 20:33
kvitt
Ólafur fannberg, 2.4.2007 kl. 00:49
njótið vel samverunar ..veit ekki hvað ég mundi gera ef kallinn minn væri alltaf svona lengi í burtu ..
Margrét M, 2.4.2007 kl. 09:36
knús
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:24
kvitt
Jóhanna Pálmadóttir, 3.4.2007 kl. 12:03
Njóttu þess að hafa manninn heima, elskan. Fyrirgefðu heimskuna, en hver er Franzi og hvar er hann? Er ný hér, þannig að ég er enn að kynnast fólki og lífi þeirra... Ég vona að marblettirnir fari að lagast, þetta er amarlegt ástand... Kossar og knús frá San Jose, CA
Bertha Sigmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 16:23
Déskoti er alltaf gaman hjá þér..ef ég mínusaði x faktúra úr mínu lífi..ja..þá gæti það verið svona..en sú tíð er búin..tíðin með blóm í haga..nú er sko bara "gúrku"tíðin...á öllum vígstöðvum.. (pssst ..vona að karlinn lesi þetta ekki)
Agný, 4.4.2007 kl. 02:36
Vona að marblettir og eymsli séu að fara
Æi ekki gott fyrir svona líl grey eins og Franz að veikjast, gott að lyfin séu að virka
Vatnsberi Margrét, 5.4.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.