Ég var svo ótrúlega heppin að fá þessa elsku í afmælisgjöf 28 febrúar 1998. Hann er besta gjöfin sem ég hef nokkurtíman fengið. Þessi litli hundur var ekki bara venjulegur hundur, hann gerði mikið fyrir mig og ég sakna hans ótrúlega mikið.
Elsku pabbi og Maja, takk fyrir að hugsa svona vel um hann, ég vona að ykkur líði betur. Mér þykir óendanlega vænt um ykkur og veit að þið gerðuð alt fyrir hann. Takk fyrir að hugsa svona vel um hann fyrir mig.
Elsku Franz, ég vildi óska þess að ég hefði geta haft meiri tíma með þér. Ég vildi óska þess að ég gæti knúsað þig einusinni enn og fundið lyktina af þér einusinni enn og ekki minst heyrt hljóðin í þér einusinni enn. Ég mun ávalt sakna þín og þú munt altaf eiga stóran hluta af hjarta mínu. Ég elska þig litla krúttið mitt.
Þótt að þetta yndi sé búinn að yfirgefa þennan heim sit ég eftir með margar yndislegar minningar. Eins og þegar hann sýndi mér hvað hann gat verið ofboðslega sætur, en það sést á myndinni hérna fyrir neðan, þegar hannn strauk framlöpponum yfir hausinn aftur og aftur og svo gaf hann frá sér hljóðið sitt sem var eins og einskonar knurr. Og aldrey gleimi ég því þegar Óli bróðir var að kvarta yfir því að hann gæti ekki sofið á næturnar af því að Franz hraut svo hátt, híhí. Eins þegar þetta litla dýr réðst á St. Bernards hund og þóttist vera voða stór, St. Bernards hundurinn skildi ekkert í því hvað þetta litla dýr var að ergja sig. Eða þegar ég sá hann hoppandi alveg óður í framsætinu á bílnum hans pabba þegar þeir náðu í mig upp á Leifsstöð, altaf var hann jafn ánægður að sjá mig.
Hann var ótrúlegur karakter þessi hundur og skilur eftir sig stórt tómt pláss í hjartanu mínu. Söknuðurinn er ólísanlegur.
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 5. apríl 2007 (breytt 6.4.2007 kl. 00:06) | Facebook
Athugasemdir
Samhryggist þér það er alltaf erfitt að missa góðan vin en það er kannski smá huggun að hann sé komin yfir regnbogabrúnna og leikur sér á grænum engjum við alla hina hundana og bíður þín þar
Knús til þín
Vatnsberi Margrét, 5.4.2007 kl. 15:38
Æ, ég samhryggist þér. Alltaf erfitt að missa trygga vini. Knús frá mér.
Hugarfluga, 5.4.2007 kl. 16:22
Jæja góða mín nú er hann kominn á góðann stað. Þetta litla grey hann fékk blóm ofan á gröfina sína og flottann stein líka. Knús frá okkur Bína og co
Bína (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:05
hann er í hundahimnaríki, litli kúturinn
halkatla, 5.4.2007 kl. 18:23
þið hittist aftur einn daginn
Ólafur fannberg, 5.4.2007 kl. 22:24
Æji en sárt, samhryggist innilega, það er erfitt að missa.
bara Maja..., 6.4.2007 kl. 00:07
Mikið var þetta fallega skrifað. Ég er með tárin í augunum. Og mikið skil ég þig vel. Það er svo sárt að missa dýrin sín. Ofsalega var hann fallegur..þvílíkt krútt!!! Hvað er langt síðan hann dó? Knús til þín
Ester Júlía, 6.4.2007 kl. 00:20
Hann dó í nótt, dó í svefni.
Kolla, 6.4.2007 kl. 00:24
Æ hvað ég samhryggist þér dúllan mín :´(. Taktu út sorgina en þú munt hitta hann aftur og hann vakir yfir þér
Ester Júlía, 6.4.2007 kl. 00:34
Samúðarkveðjur! Þetta hefur verið fallegur og orkumikill hvutti. Minningarnar lifa áfram.
Róbert Björnsson, 6.4.2007 kl. 01:21
Elsku Kolla mín
Ég samhryggist þér innilega. Ég var að lesa bloggið hjá mér og sá það sem þú skrifaðir og takk fyrir fallegu orðin þín. Það er erfitt að missa dýr, sérstaklega dýr sem maður hefur átt í langan tíma og elskar útaf lífinu. Ég veit að Franz dýrkaði þig jafnmikið og þú dýrkaðir hann. Þú varst búin að segja að hann var búinn að vera soldið lasinn, það er það eina sem þú getur vonandi huggað þig við, er að vita að hann er ekki að þjást lengur.
Ég samhryggist þér innilega, þetta var rosalega leiðinlegt að lesa dánarfregnirnar. Hann er pottþétt í himnaríki þar sem hann hleypur um, fullur af orku, án sársauka, og strýkur framlöppinni yfir andlitið á sér og kurrir Kannski ræður hann bara ríkjum þar, ræður þar yfir stóru hundunum, þeir þurfa að hlusta á hann því hann er höfðingi þeirra
Ég vona að þér líði betur, og leiðinlegt að fá svona fréttir þegar maðurinn er í burtu. Ég veit að þú átt eftir að komast í gegnum þetta, en leyfðu bara tárunum að fljóta eins lengi og þau streyma.
Kossar og knús og klemz
Bertha Sigmundsdóttir, 6.4.2007 kl. 01:28
Elsku kolla!
samhryggist þér ynnilega! sendi Stórt knús og marga kossa! Franz lýtur eftir þér núna þarna uppi!
knús
XX
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 06:26
Ég samhryggist þér elsku Kolla mín. Knús
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2007 kl. 11:08
Elsku krúttið honum líður vel núna.Kveðja frá okkur öllum.
Kristbjorg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:57
Æjj leiðinlegt að heyra með Franz Samhryggist þér innilega. Knús til þín. Honum líður pottþétt miklu betri núna og er á fullu að leika sér AHfðu það gott um páskana.
Knúskveðja...Mel
Melanie Rose (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 15:20
Kæra Kolla og fjöls , þú á alla mína samúð ég veit allt um hvað það er erfit að missa dýr sem maður elskar svona mikið . En það er alltaf huggun að vita að þeim líður betur núna . knús og klemm frá mér farðu vel með þig
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 6.4.2007 kl. 15:49
ÆÆii elsku dúllan mín !!! Þú fær mínar samúðarkveðjur, það gerir ótrúlega vont að missa gæludýrin sín Þú færð stórt knús og klem frá mér
Sigrún Friðriksdóttir, 8.4.2007 kl. 13:34
Samhryggist innilega elsku Kolla mín
Jóhanna Pálmadóttir, 8.4.2007 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.