Nóg að gera.

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir allar fallegu kveðjurnarHeart. Franz var yndislegur hundur og hans er sárt saknað.Crying

 En annars er búið að vera nóg að gera hérna hjá mér. Fresturinn fyrir að skila inn prófmöppunni er á morgunn og ég er búin að vera á fullu að leiðrétta verkefni og prenta og svo leiðrétta aðeins meira og prenta enþá meira. Ég er nefnilega ein af um 70 tilraunardýrum í háskólanum, við förum ekki í próf en höfum skrifað 6 aðalverkefni sem eiga semsakt að fara í þessa prófmöppu og við fáum svo einkun út frá þeim. 

Svo byrja ég í starfsnámi á morgunn, það verður sko spennandi þar sem ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um þennan stað. Hef fengið eitt skilaboð um að ég eigi að mæta klukkan 10 og svo annað sem segir 8. En ég hef svarað og látið vita að ég kemst ekki fyrr en kl 10 þar sem ég á að skila prófmöppunni á morgunn og þarf að gera það fyrst.

Bíllinn okkar er loksins komin til Stavanger en það tók næstum því 3 vikur að koma honum hingað frá þrándheimi. En við getum líklega náð í hann á miðvikudag eða fimtudag þar sem Jósep kemur heim á miðvikudaginn og heimtar að sjá bílinn áður en ég næ í hann. Sem er svosem í fínu lagi þar sem hann veit meira um bíla heldur en ég.  Þannig að ég hef eitthvað til að hlakka til Smile.

Jæja best að halda áfram með prófmöppuna.

Ég vona að þið hafið öll haft ánægjulega páska

Knús og klem 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Knús ogklemm og gangi þér vel meðprófmöpuna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.4.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Gangi þér vel elskan, bæði með prófmöppuna og nýja jobbið. Hlakka til þess að heyra meira um nýja bílinn. Kossar og knús frá Kali

Bertha Sigmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: Unnur Guðrún

Ég vona að það hafi gengið vel með prófmöppuna og að starfsnámið gefið þér það sem þú væntir.

Unnur Guðrún , 10.4.2007 kl. 07:29

4 Smámynd: Margrét M

samúðakveður og knús vegna Frans ,, gangi þér rosalega vel með prófmöppuna og  starfsnámið

Margrét M, 10.4.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband