Búin að skila prófmöppunni og fyrsta deginum í starfsnámi lokið

Smile

Já var nú frekar pirruð í gærkvöldi þegar ég fant fullt af villum í hópverkefnonum en mátti ekki laga það þar sem 2 af stelponum í hópnum skiluðu sinni prófmöppu fyrir páska, pirr pirr. Hópverkefnin verða nefnilega að vera alveg nákvæmlega eins.Angry En svona er þetta bara, ekkert hægt að gera í því núna. 

Fyrsti dagurinn í starfsnáminu kom mér mjög á óvart. Ég er í starfsnámi á hvíldarheimili, þetta er bara stórt einbílishús og ferlega kósý. Ekki þarf ég að taka með mér mat í vinnuna þar sem ég fæ að borða í vinnunniSmile, líst vel á það. Það var búið að setja upp 3 vikna vaktlista fyrir mig og sá leit sko bara mjög vel út. Starfsfólkið er vant að vera með nema og voru mjög almennileg. 

svo næ ég í karlinn í fyrramálið og vonandi bílinn líka. Híhí, mig hlakkar ekkert smá til að fá bílinn og karlinn heim :). 

Svo fattaði ég það í gær að við karlin áttum 6 ára brúðkaupsafmæli á föstudaginn. Jósep man aldrey neitt svona og ég stein gleimdi því þar sem ég fékk svo slæmar fréttir á fimtudaginn. Afi kallinn er á sjúkrahúsi líka og það var bara allt í skralli hjá mér um páskana. En ég var nú að spá í hvort ég ætti bara að láta eins og ég væri að bíða eftir að Jósep myndi eftir þessuTounge, stríða honum pínu.

En þá er að byrja á nýjum skólaverkefnum, á nefnilega að skrifa 4 verkefni á þessum 2 mánuðum sem ég er í starfsnámi. Altaf nóg að gera :9)

Knús og klemHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með 6 árin !!

Melanie Rose (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Margrét M

til hamingju með brúðkaupsafmælið ..

Margrét M, 10.4.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju með brúðkaupsafmælið

Vona að allt gangi að óskum hjá afa þínum.

Vatnsberi Margrét, 10.4.2007 kl. 16:35

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið. vonandi færðu kallinn og bílinn í fyrramálið. vona að það sé í lagi með afa þinn. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.4.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Unnur Guðrún

ég óska þér til hamingmu með brúðkaupsafmælið. Það virðist allt vera á miljón hjá þér núna vonanid koma rólegir tímar bráðum og að afi þinn hressist.

Unnur Guðrún , 11.4.2007 kl. 11:20

6 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæra Kolla

Mikið ertu nú dugleg og gaman að heyra að fyrsti dagurinn var góður, það segir margt um vinnustaðinn. Ég vona að afi þinn hressist fljótlega. Ég myndi sko pottþétt stríða manninum eitthvað, það er svo gaman að gabba svona, sérstaklega sína nánustu (svo lengi sem að maður reytir þá ekki til reiði...)

Kossar og klemz (eins og þú segir alltaf) á þig og manninn og auðvitað nýja bílinn

Bertha Sigmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:17

7 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ohh.. það er svo leiðinlegt að gera þessi verkefni í starfsnáminu.. ég er að æla uppúr útaf öllu þessu dótaríi... hvað er maður eiginlega að gera í skóla?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:48

8 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með brúðkaupsafmælið

Ólafur fannberg, 11.4.2007 kl. 22:52

9 Smámynd: Ester Júlía

Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið Kolla mín .  Vona að afi þinn hressist

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 08:44

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hahaha við gleymdum okkur líka í fyrra, fórum svo að fá sms frá Íslandi  en við áttum 8 ára, en fyrst þetta var svona jafnt þá gat ég ekkert kvertað hihihi man það sko næst !!!

Til hamingju með daginn dúlla og njóttu nú að fá karlinn heim og vonandi nýja bílinn

Sigrún Friðriksdóttir, 14.4.2007 kl. 05:03

11 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Til hamingju með 6 árin dúlla

Knús og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 14.4.2007 kl. 19:17

12 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 14.4.2007 kl. 19:33

13 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hei ég gleymdi að óska þér til hamingju með prófskili og nýju vinnuna  Frábært hjá þér dúllan mín !!!!!

Sigrún Friðriksdóttir, 15.4.2007 kl. 00:50

14 Smámynd: Agný

Til hamingju með árin 6 og gangi þér svo bara vel allur lærdómurinn..

Agný, 18.4.2007 kl. 12:33

15 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðilegt sumar

Vatnsberi Margrét, 19.4.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband