Kæru vinir og vandamenn.
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs sumars :9)!!!
Jæja best að byrja að blogg aftur. Hér er búið að vera alveg svaðalega mikið að gera, húff púff. En við erum búin að fá nýja fína bílinn, hann er bara GEÐVEIKUR. Geðveikt að keyra hann, alveg yndislegur og bara rosalega flottur. Við náðum að selja bimman á mánudagskvöldið, einn sem kom og staðgreiddi hann. Svo er ég á fullu í starfsnáminu, það gengur alveg rosalega vel. Enda er ég að spá í að sækja um vinnu þarna í haust.
Jósep fer aftur að vinna í kvöld, en í þetta skiftið held ég að tíminn verði mjög fljótur að líða þar sem ég er að vinna á hverjum degi þar til hann kemur heim.
Ég er búin að fá leifi til að skrifa um eina unga stúlku sem er á hvíldarheimilinu þar sem ég er í starfsnáminu. En ég á að skrifa 4 verkefni á þessum 9 vikum sem ég verð þarna. Þarna er mikið af skemtilegu fólki.
Hérna hefur vetur og sumar frosið saman. Hérna breitist veðrið núna á 5 mínotna fresti. Sól, rigning, sól, snjókoma, sól, þurumuveður og svo sól og haglél. Alveg ótrúlegt. Ekki gaman þar sem bíllinn er á sumardekkjum, low profile í þokkabót, úff. Hlakka ekki til að fara að keyra karlinn út á flugvöll í kvöld.
Jæja ætla að kveðja í bili og fara að knúsa karlinn minn.
Knús og klem
Athugasemdir
gleðilegt sumar
Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 16:11
Gleðilegt sumar!!!
Hugarfluga, 19.4.2007 kl. 18:00
Gleðilegt sumar dúlla og njóttu nýja bílsinns
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 19.4.2007 kl. 18:10
Gleðilegt sumar ..............
Margrét M, 20.4.2007 kl. 09:33
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.4.2007 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.