Ég er búin að vera að vinna á greiningarstöðinni um helgina. Á laugardaginn gekk alt mjög vel en á sunnudaginn var sko fjör. Ég byrjaði að vinna kl 9 um morguninn á sunnudaginn þar sem það vantaði fólk. Hann sem býr þarna vaknaði nú frekar snemma þar sem hann var að fara í heimsókn til mömmu sinnar. Alt gekk vel á leið til móður hans, en svo byrjaði fjörið þegar við vorum hjá henni. Við vorum 3 sem vorum að vinna með strákinn, og hann var orðin frekar pirraður. Á endanum urðum við bara að fara, og þá byrjaði aðal fjörið. Hann var ósáttur við alt og ferlega reiður. Ég sat með hendurnar á öryggisbeltinu, tilbúin til að hoppa í aftursætið og hjálpa til við að halda stráknum niðri. Seinna um daginn fórum við með strákinn út að labba og þá þurfti auðvitað að koma hellidemba, ég blotnaði auðvitað í gegn og fékk kvef í verðlaun fyrir að eiga ekki almennilegan regngalla. ég var svo í vinnunni til kl 9 um kvöldið. En þetta var frekar erfiður dagur þar sem strákurinn var frekar unstabel í gær. Svo var farið á fætur kl 6 í morgunn og farið í næstu vinnu.
Ég gat loksins byrjað á einu verkefninu í dag, mér létti ekkert smá mikið, bara gott að vera allavegana byrjuð. En í kvöld er leti kvöld hjá mér. Ekki veiti af :)
Knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
Æ þetta er erfitt Kolla mín gott að þú mátt slappa af smástund.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:21
gangi þér vel með þetta sem þú varst að byrja á og hiklaust að grípa allar letistundir sem gefast
halkatla, 24.4.2007 kl. 00:31
Vona að kvefið sé á undanhaldi og njóttu letistundanna í botn þegar þú getur
Vatnsberi Margrét, 24.4.2007 kl. 01:22
innlitskveðja
Ólafur fannberg, 24.4.2007 kl. 02:09
ekki gott að enda með kvef
Margrét M, 24.4.2007 kl. 08:36
letistundir eftir erfiðan dag eru lífsnausynlegar svo njóttu vel
Unnur Guðrún , 24.4.2007 kl. 08:55
Æi, dúlla, farðu vel með þig, og passaðu þig á að fá næga hvíld. Þetta er erfiður tími núna, því að veðrið er svo misjafnt, ég sit hér sjálf með einhverja pest. Þannig að ég tek mér eitt letiskast og þú líka, og kannski verðum við báðar góðar á morgun. Kossar og knús og láttu þér líða betur
Bertha Sigmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:31
Já farðu vel með þig ljúfan.. og fáðu þér almennilegan regngalla..æ svo vont að verða rennblautur í gegn og uppskera svo kvef
Ester Júlía, 25.4.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.