Stress stress og enþá meira stress

Það er búið að vera mikið að gera hérna upp á síðkastið. Ég er að vinna í 3 verkefnum og svo er ég auðvitað í starfsnámi og að vinna í þokkabót. Það hefur lítill tími verið til að blogga og kíkja á ykkur, en mun reyna að kíkja á hvað þið eruð búin að vera að gera af ykkur um leið og tækifæri gefst.Wink

Stressið er komið á fult, ég fæ víst einkanirnar mínar fyrir prófverkefnin á föstudaginn. Ég er komin í gang með 3 af 4 verkefnum sem ég á að skrifa og hef nú bara 4 vikur til þess að klára þau. Það er erfitt að setjast niður þegar Jósep er heima og það er svona gott veður úti eins og hefur verið síðustu vikuna. En mig er farið að hlakka alveg rosalega til að komast í sumarfrí og geta slappað aðeins af. Það eru nú allavegana bara 5 vikur þangað til. 

Jósep er búinn að vera heima síðann á miðvikudaginn, hann er búinn að vera mín stoð og stytta síðustu vikunar þar sem stressið er að kicka inn hjá mér. En leiðinlegt að eiða tímanum í að læra og vinna þegar hann er heima. En eins og ég hef sagt áður það eru bara 5 vikur eftir.

Tonje og Arne komu í mat til okkar á laugardaginn, það var kjaftað, borðað og drukkið rauðvín fram á rauðan morgunnTounge. Við skemtum okkur rosalega vel.  Við Jósep buðumst til að passa hundinn þeirra þar sem þau eru að fara í fermingarveislu í Þrándheimi þarnæstu helgi. Það verður æðislega gaman að hafa þetta kríli hérna, hann er svo góður hundur.

Jæja þá verð ég víst að snúa mér að lærdómnum í bili, ég kíki á ykkur við fyrsta tækifæri

Kossar og knús

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þið eruð svo dugleg að halda matarboð... ekki slæmt það! :)

Gangi þér ofurvel!!! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 2.5.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Baráttu kveðjur í náminu en mundu að slaka á líka annars heldur þú ekki út.

Unnur Guðrún , 2.5.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Baráttu kveðjur með námið.Það verður gaman hjá þér að knúsa voffaling

Vatnsberi Margrét, 2.5.2007 kl. 17:37

4 identicon

gangi þér vel!!!!

oh og laugarnar hér eru ekki hitaðar heldur en ég lét mig hafa það hehehe...

knús

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:27

5 Smámynd: Ólafur fannberg

gangi þér vel gamla..

Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel með læardóminn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2007 kl. 23:09

7 Smámynd: Margrét M

gangi þér vel

Margrét M, 3.5.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Kolla mín, 3 verkefni í einu, það er sko ekki auðvelt, en ég veit að þú átt eftir að harka þetta af þér og klára þetta allt á noinu. Ég veit alveg hvað þú átt við þegar þú talar um hversu erfitt það er að vinna og læra þegar maðurinn er heima, en gott að vita að það eru bara fimm vikur í sumarfríið hjá þér... Njóttu helgarinnar, og voffans

Bertha Sigmundsdóttir, 4.5.2007 kl. 17:03

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

kvitt og knús

Vatnsberi Margrét, 5.5.2007 kl. 01:03

10 identicon

Gangi þér vel með verkefnin ! Hafðu það gott um helgina

Melanie Rose (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:39

11 Smámynd: Erla Skarphéðinsdóttir

Það styttist óðum í sumarfrí. Gangi þér allt í haginn með lærdóminn og taktu þetta með trompi

Erla Skarphéðinsdóttir, 7.5.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband