Jæja, þá er bara mánuður eftir af þessu skólaári. Ég er búin að ná prófunum , þar með er bara starfsnámið eftir og verkefnin sem tengjast því. Ég var með einskonar miðannar mat fyrir starfsnámið i dag og það var bara jákvætt.
Ég er búin að vera ofboðslega stressuð upp á síðkastið út af öllu og engu. En það er alt að róa sig núna. Það var rosalegt drama í vinnunni á sunnudaginn, en sjúklingurinn réðst á okkur starfsmennina. Það var einn sem meiddist, en sem betur fer ekki mikið. Ég sá hvað var að koma og setti öryggiskerfið í gang um leið, það bjargaði miklu þar sem við 3 sem vorum þarna náðum ekki að ráða við hann. Þar með komu 2 stórir karlmenn okkur til hjálpar og við urðum að vera 5 til þess að ráða við sjúklinginn. Þetta var rosalega lífsreynsla, enda var það fyrsta sem ég gerði eftir á að reykja, bara varð að reykja. Það var ekki lítið magn af adrenalíni sem flæddi um æðarnar þarna. Als ekki auðveld vinna. En það sem kom mér mest á óvart voru mín eigin viðbrögð, ég hikaði ekki einu sinni, bara kom öryggiskerfinu í gang og svo hoppaði ég beint inn í slagsmálin. Þegar ég hugsa tilbaka get ég bara hugsað um hvað ef ég hefði slasast og svo framvegis. En málið er auðvitað það að ef ég hefði ekki hoppað inn gæti verið að einhverjir aðrir hefðu slasast.
Þessa vikuna er ég bara búin að sitja yfir lærdómnum, enda er ég alveg búin að fá nóg og get varla beðið eftir að komast í sumarfrí. Það er búið að bjóða mér vinnu á staðnum þar sem ég er í starfsnámi í haust. Ég reikna með að ég taki þeirri vinnu þar sem þetta er mjög góður vinnustaður.
Ég er ekkert búin að gera neitt annað í heila viku en að sofa, læra, borða og vinna. Jósep kemur heim í fyrramálið, það verður gott að fá hann heim og taka sér einn dag pásu frá lærdómnum.
Knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
Elsku Kolla þarna hefur þú fundið sjálf havða mann þú hefur að geyma og þú mátt vera stolt af viðbrögðum þínum. Hugrökk ert þú.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.5.2007 kl. 21:16
til hamingju með prófin.
en ég er sammála Jórunni! frábært hjá þér!
xx
K
og já piglet er allur kominn til hehee...
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:02
Takk takk
Kolla, 8.5.2007 kl. 22:06
Mátt vera stolt af þér
Vatnsberi Margrét, 8.5.2007 kl. 23:53
Þú mátt vera stolt af þér
Vatnsberi Margrét, 8.5.2007 kl. 23:56
Til hammó með alles stelpa! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 9.5.2007 kl. 09:44
Til hamingju með prófin og vonandi eru nú rólegir dagar en þetta inn á milli í vinnunni. þú ert alger hetja í þessu öllu. þú átt svo sannarlega skilið gott sumarfrí.
Unnur Guðrún , 9.5.2007 kl. 10:32
til lukku
Margrét M, 9.5.2007 kl. 11:12
Til hamingju með prófin þín.Greinilega dugnaðarforkur hér á ferð.
Ég hefði gert það sama í þínum sporum nema ég hefði trúleg ekki munað eftir öryggiskerfinu
Solla Guðjóns, 10.5.2007 kl. 12:56
Þú leynir á þér, ég hef alltaf sagt að stærðin gerir ekki manninn, ég er lítil eins og þú, og það er greinilegt að það stöðvar hvoruga okkar. Dugleg varstu að hoppa beint inní slagsmálin, og hugrekkið í fyrirrúmi. Ég vona að sígarettan hafi aðeins hjálpað til eftir þetta, ég get rétt svo ímyndað mér adrenalín rush, sem þú fannst fyrir.
Hafðu það gott, elskan, og vonandi færðu smá pásu þegar maðurinn kemur heim. Kossar og knús, áfram kvenmenn
Bertha Sigmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 13:52
TIL HAMINGJU ELSKU KOLLA!! OOO HVAÐ ÞÚ ERT HEPPIN AÐ VERA BÚIN! ÉG Á TVÖ PRÓF EFTIR OG ER AÐ FARAST ÚR STRESSI.
Ester Júlía, 11.5.2007 kl. 22:17
Bara að láta vita að ég er á lífi , kvitt klemm og knús dúlla
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 13.5.2007 kl. 16:19
Kveikjum á kerti og biðjum fyrir Sigrúnu okkar.
http://dufa65.blog.is/blog/dufa65/entry/211395/
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.