17 maí ( þjóðhátíðardagur norðmanna ) og fleira

Já í dag var haldið hátíðlega upp á þjóðhátíðardag norðmanna. Ég byrjaði á að hitta vinkonu mína niðri í bæ og þar fengum við okkur að borða og auðvitað smá bjór í góða veðrinu. Svo horfðum við á fólkið labba framhjá meðan við slöppuðum af og fengum okkur enn einn bjór. Mikið var af fólki í þjóðbúningum og hellingur af krökkum hlaupandi um með blöðrur. Eftir það lá leið okkar aftur upp á Storhaug (hverfið þar sem ég bý) til að horfa á skrúðgaungu eða folketoget eins og norðmenn kalla það. Það var rosa stemning og mjög gaman, sá meira að segja íslenska fánann hangandi utaná einu húsinu. Svo sátum við aðeins hérna út í garði og nutum góða veðursninsCool.

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér eins og venjulega. Er bara búin að vera í starfsnáminu og vinna með verkefnin í sambandi við það. En alt gegnir mjög vel. ég fékk tilboð um 3 vikna vinnu í sumar sem mig langar alveg rosalega til að taka. Ennnn ( alltaf en ) ég er búin að taka að mér sumarvinnu og mig vantar vinnu fyrir alt sumarið. En ég sé bara til hvað ég geri.

Ég passaði hund vinkonu minnar síðustuhelgi. Dýrið stakk af tvisvar, tók mig næstum því 2 tíma að ná honum aftur. Vandamálið er að hann gekk svo ílla í bandi þar sem hún er alltaf með hann lausan. Og þar sem hann var vanur því ákvað ég að prófa að sleppa honum í garði hérna rétt hjá. Þannig að ég hélt honum í bandi eftir þetta. 

Jósep karlinn fór aftur að vinna í gær, þurfti að fara einum degi fyrr þar sem hann var að fara á námskeið. Svoldið leiðinlegt þar sem ég er búin að hafa svo mikið að gera að ég hef varla séð hann. Það eru svona tímar þar sem það er virkilega leiðinlegt að hann vinnur í Osló. En það kemur sér vel seinna meir.

 Jæja ætla að segja þetta gott í bili

Knús og kossar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitslúkk með kvitti

Ólafur fannberg, 17.5.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Ester Júlía

Úff..algjör prakkari þessu hundur!  Æ alltaf leiðinlegt ef maki manns þarf að fara í burtu yfir eitthvern tíma.  En það styrkir bara sambandið

Ester Júlía, 17.5.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Erla Skarphéðinsdóttir

Hei hei ohh hvað ég öfunda þig af góðu veðri. Mikið hlakka ég til sumarsins, það hlýtur að vera rétt handan við hornið

Erla Skarphéðinsdóttir, 17.5.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Heja Norge!

Róbert Björnsson, 18.5.2007 kl. 06:26

5 identicon

gaman hjá þér!  ég mundi ekki þora að sleppa hundinum lausum...   hvað geri ég þegar ég fæ minn!

xxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 09:19

6 Smámynd: Unnur Guðrún

ég lét mér nægja að sjá þjóhátíðina í sjónvarpinu, var allt of löt til að gera nokkuð að viti. En það var gaman að sjá hvað normenn eru duglegir að klæðast þjóbúningum. 

Unnur Guðrún , 18.5.2007 kl. 10:29

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 18.5.2007 kl. 11:45

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefur verið góður dagur í gær hjá þér. Segi eins og Unnur frænka mín það er svo gaman að sjá fólk í þjóðbúning. Normenn eru oft í þjóðbúning hér á 17. júni. Góða helgi Kolla mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.5.2007 kl. 13:43

9 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Tillykke með þjóðhátíðardaginn! :D

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.5.2007 kl. 00:45

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Þjóðhátíðardagur norðmanna er alltaf í miklu upp á haldi hjá mér...því þá varð ég mamma fyrir 27.árum.Fullyrði að fjarvera maka styrki sambandið.Ég er svoddan grasekja að ég ætti að vita það,en það getur stundum verið erfitt.

Knús á þig og góða helgi.

Solla Guðjóns, 19.5.2007 kl. 14:37

11 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Heja Norge!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 19.5.2007 kl. 21:24

12 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Kvitt , klemm og knús dúlla Heiða

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 20.5.2007 kl. 14:37

13 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Veit alveg hvað það er að vera grasekkja, kalinn minn er alltaf á Ísafirði að vinna, mér finnst það hundfúlt.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:20

14 Smámynd: Margrét M

ég öfunda þig af góða veðrinu ..

Margrét M, 22.5.2007 kl. 09:37

15 Smámynd: Gerða Kristjáns

Kvitterí kvitt   Ekkert gott veður hér

Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:33

16 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

innlitskvitt.... takk fyrir öll þín kvitt í hléinu mínu og vanda... TAKK...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.5.2007 kl. 00:15

17 Smámynd: Agný

Gott að sjá að allt gegnur vel hjá þér með alles...

En með hundinn...þú ættir að spyrja vinkonu þína að því hvort hún myndi sleppa 1 árs barni út aleinu og ef að hún svarar nei ( sem ég vona að hún geri) spyrja hana þá að því afhverju hún hafi hundinn lausann..

Því að það er svona svipað...dýrið kann ekkert meira en 1 árs barn á umhverfið eða á hættur nema að vera kennt..

Það er rosalega erfitt að fara að kenna "gömlum hundi að sitja"  hvort um barn/ manneskju eða dýr er að ræða..  Það er erfitt að fara að koma með reglur eftir á ..betra að byrja með reglur og geta svo slakað á þegar viðkomandi er búinn að læra þær..

maður fer ekki á bak á bikkjunni með taumana á jörðinni og hleypir á sprett og ætlar svo að taka taumana upp á miðju stökki.. þannig tamdi maður ekki hestana í sveitinni í denn.

Maður byrjar á því að hafa taumhald og stjórn á klárnum svo maður geti kennt honum að ganga svo þegar að hann er búinn að læra vissa hluti þá getur maður umbunað og sýnt að maður sé ánægður og þakklátur.. Eftir það getur maður gefið slaka, en maður hendir ekki taumunum á götuna og ætlast til þess að hesturinn kunni allt án þess að vera kennt eða leiðbeint...

Agný, 23.5.2007 kl. 21:43

18 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Kvitt og knús

Vatnsberi Margrét, 28.5.2007 kl. 15:03

19 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Til hamingju með norska þjóðhátíðar daginn, ég sé að það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með skrúðgöngum og fólki í svona blíðu. Ég vona að sumarið verði ánægjulegt hjá ykkur, og að þú finnir þér skemmtilega vinnu fyrir allt sumarið

Bertha Sigmundsdóttir, 30.5.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband