að skila inn síðustu verkefnonum , þetta voru verkefnin sem ég skrifaði um vistmennina þar sem ég er í starfsnámi. Þeim var skilað í dag. Ég er ekkert smá fegin að vera búin með þetta, og núna eru bara 2 vikur í sumarfrí. Ég er búin að hafa svo mikið að gera í starfsnáminu, verkefniavinslu og vinnu að ég hef bara ekki haft tíma til að gera neitt. Hafði varla tíma til að tala við manninn minn meðan hann var hérna.
Ég var að vinna mína fyrstu næturvakt í nótt, gat ekki sagt nei þar sem ég fékk næstum því 3000 íslenskar á tímann. Ekki slæmt, er að vinna aftur aðfaranótt mánudags fyrir sömu launum. Er svo búin að ákveða að versla mér föt í næsta mánuði fyrir allan peninginn. Mig er farið að hlakka mikið til að gera það.
En kæru vinir, vildi bara láta í mér heyra, ætla að fara að sofa núna þar sem ég er búin að sova 5 tíma síðustu 48 klukktímana. Kíki á ykkur á morgunn.
Knús og kossar
Kolla sem er að verða þroskaþjálfanemi á 2. ári :)
Athugasemdir
Til hamingju Kolla mín. Þú ert bráðum sjúkraþjálfi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.6.2007 kl. 00:48
Til hamingju með áfangann og vonandi átt gott sumarfrí, eftir því sem maður les hérna á netinu þá held ég að þú sért svo sannalega búinn að vinna fyrir því. Þroskaþjálfi er krefjandi starf en það gefur lík mikið til baka.
Unnur Guðrún , 2.6.2007 kl. 07:55
frábært og til hamingju!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 08:19
Til hamingju
Vatnsberi Margrét, 3.6.2007 kl. 11:32
gott að vera búin a skila síðustu verkefnum ,, til lukku
Margrét M, 4.6.2007 kl. 08:37
Til hamingju með áfangan og njóttu þessa að kaupa fötin það er alltaf svo gaman
Solla Guðjóns, 4.6.2007 kl. 09:26
Til hamingju með að vera búin og líka með vinnuna. Gangi þér bara vel.
Agný, 4.6.2007 kl. 19:41
til hamingju með árangurinn
Ólafur fannberg, 7.6.2007 kl. 08:40
Til hamingju dúlla knús og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 7.6.2007 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.