Vá það er sko búið að vera nóg að gera hérna upp á síðkastið. Ég er laungu byrjuð í sumarvinnunni sem er bara æðisleg. Ég er semsakt að vinna við svoldið sem kallast skole fri avlastning, en þetta er sumarprógramm fyrir þroskahefta. Við erum búin að fara í svona risa stórt leikjaland, keylu, á ströndina og grilla, tívolí, sund og margt margt fleira. Skemtum okkur alveg konunglega. Ég hef verið að vinna frá 8 til 4 og svo hef ég verið að vinna aukalega á hvíldarheimilinu. Svo erum við hjónin að gera upp svefnherbergið okkar, það verður væntanlega tilbúið í næstu viku ( ég vona það allavegana ).
Ég var nú reyndar svo dugleg að næla mér í kvef, held að það sé eftir að við fórum í eina útisundlaugina. En á föstudaginn var haldið partý fyrir mig, það voru semsakt þau sem sáu um mig meðan ég var í starfsnámi sem héldu þetta partý. Og það var aðeins of mikið drukkið, ok ekki aðeins heldur allt of mikið drukkið. Enda var ég aldrey þessu vant þunn á laugardeginum. En við skemtum okkur nú konunglega. Það var líka hringt í mig frá staðnum þar sem ég var í starfsnámi og mér var boðin 30% staða. Planið þeirra er víst að koma mér inn í fulla vinnu þegar ég er búin með þroskaþjálfaskólann. En það væri bara æðislegt.
Annars er ekkert merkilegt að frétta héðan, bara rólegt en samt er einhvernveginn ekki nógur tími til að gera alt sem maður þarf að gera. Ég er ekki að ná þessu.................
knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
hvað segir sú kvefsækna hehe kvitt + knús
Ólafur fannberg, 4.7.2007 kl. 18:11
Til hamingju með 30% stöðuna. Þátt fyrir rigningu og kvef virðist þú vera að njóta sumarsins líka og það er gott. Party fyrir þig og allt. Knús
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.7.2007 kl. 20:22
Vá en frábært! Til lukku með 30 prósentin! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.7.2007 kl. 01:01
Ferlega var þetta sætt af þeim.........bara nauðsynlegt að skvetta öðruhverju vel í sig..
Leggjum til að sólarhringurinn verði lengdur í minnst 30 kl.st.
Hver ætli taki við tillögunni
Solla Guðjóns, 5.7.2007 kl. 01:08
Farðu vel með þig dúlla og náðu úr þér kvefinu , til hamingju með atvinnu tilboðið .
Klemm og knús Heiða og co
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 5.7.2007 kl. 11:02
Til hamingju með vinnuna og gangi ykkur vel að gera upp herbergið
Vatnsberi Margrét, 5.7.2007 kl. 23:08
skál
Margrét M, 11.7.2007 kl. 15:56
Knús til þín og til lukku
Ester Júlía, 11.7.2007 kl. 21:49
klukk á þig Nú verður þú að nefna 8 atreiði um þig segja hver klukkaði þig og nefna þá 8 sem þú ætlar að klukka
Margrét M, 13.7.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.