Jæja það kom að því, ég hef ákveðið að taka mér blogg sumarfrí þar til ég kem heim frá Íslandi þann 6 ágúst.
Mamma kom í heimsókn í morgunn og verður hjá okkur þar til 24 júlí og þá förum við öll með sömu vélinni til Íslands. Við mamma erum búnar að vera duglegar að rölta í búðir í dag. Enda miklar útsölur hérna, við keyptum okkur báðar drakt fyrir lítinn pening, þannig að við verðum líklega í eins fötum þegar við lendum í Keflavík.
Annars er alt gott að frétta, ég er komin í sumarfrí frá vinnunni líka og hlakkar mikið til að koma til Íslands. Svo er búið að panta aðra ferð til Nice í lok ágúst, það verður alveg æðislegt.
En hérna er búið að rigna núna í meira en 2 vikur held ég. Og ég vill byðja ykkur öll um að senda okkur smá sól þannig að við mamma getum gert eitthvað skemtilegt meðan hún er í heimsókn.
Knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
Það er bara búið að rigna hér í smálöndum... svo ég get bara ekki hjálpað þér
Hafðu það gott í sumarfríinu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.7.2007 kl. 20:19
Smá sólargeisl til þín :) hlakka til að lesa um Íslandsför.
Vatnsberi Margrét, 15.7.2007 kl. 03:28
sendi þér smá sól en tími ekki að senda alla mína sko ,,,hafið það gott
Margrét M, 16.7.2007 kl. 09:45
Þú ert hérmeð "klukkuð"!
Róbert Björnsson, 16.7.2007 kl. 18:05
Solla Guðjóns, 16.7.2007 kl. 22:10
Elsku dúlla sendi þér fult fult af sól og vona að það fari að stitta upp hjá ykkur
Njótti þess að vera með mömmu þinni og líka að vera komin í frí , eigðu góðar stundir dúlla á Íslandi knús og klemm Heiða og co
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 17.7.2007 kl. 12:08
Hæ Kolla hlakka geðveikt til að hitta ykkur verð alveg tilbúin með grillið,kveðja Stína stóra sys.
Kristbjorg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.