Hérna ringdi svo mikið í gær að það var ekki einusinni fyndið, skilst á blöðonum að það hafi verið nær 5 cm með úrkomu í gær. En als hafa verið um 15 cm með úrkomu þennan mánuðinn, bara 2 þurrir dagar, 1 og 13 júlí.
Við mamma erum sko búnar að vera í verslunarferðum, skoða allar verslunarmiðstöðirnar hérna held ég. Og búnar að tæma H&M og Bianco. Erum búnar að skemta okkur konunglega þrátt fyrir leiðindarveður. Mömmu finst samt bara fínt að fá smá rigningu held ég, en mig hlakkar til morgundagsins þar sem það á að vera sól og ENGIN rigning. Það verður æði.
Jósep karlinn er búinn að vera 1 viku í Bergen að vinna núna, hann kemur heim á morgunn og fer svo til Osló á föstudaginn til að vinna smá yfirvinnu. Svo hittum við mamma hann á Gardermoen ( flugvellinum í Osló, sem er eiginlega fyrir utan Osló ) á þriðjudaginn og við höldum ferðinni heim til Íslands. Mikið hlakkar mig nú til, ég er samt búin að fá bragðið af Íslensku lambakjöti þar sem mamma tók með kótilettur og hrygg handa okkur, namm namm. Einnig tók hún með sér 7 dósir af grænum baunum og smá nammi. Enda er búinn að vera veislumatur hérna á hverjum degi síðan hún kom held ég bara.
Við mæðgurnar erum búnar að vera heldur betur duglegar að versla síðan á laugardaginn, enda held ég að búðirnar séu að verða tómar. En við erum búnar að kaupa okkur fult af flottum fötum og skóm. En það er lítið annað sem maður getur gert þegar að það rignir svona mikið, annars höfum við verið að horfa á DVD og prjóna, haha.
Jæja ætla að láta þetta gott heita í bili og ætla að færa mömmu kaffi í rúmið.
Knús og kossar
Kolla
Athugasemdir
Alltaf er nú íslenska lambakjötið best. Nú getum við keypt það hérna en þurfum að panta þá hjá íslandsfiski og sækja það til svínasunds. Einnig margan annan íslenskan varning sem er ómissandi um hátíðar og hversdags.
Unnur Guðrún , 18.7.2007 kl. 09:00
þú ert góð við mömmu þína .. haldið árfam að skemmta ykkur svona vel
Margrét M, 18.7.2007 kl. 09:28
hef regnhlif handa þér hehehe
Ólafur fannberg, 18.7.2007 kl. 10:27
KLUKK!!!!!! Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þína og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn
Jóhanna Pálmadóttir, 18.7.2007 kl. 23:01
knús og kossar!!
kvitt! ohh íslenskur matur....mmm (og ruslafæði líka...yumm)
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 07:15
Sæemmtilegtversla versla.og já hvað þú er yndæl við mömmu þína sem á það nú vel skilið fyrir lambakjötið.
Solla Guðjóns, 21.7.2007 kl. 00:44
Ég vona að þú eigir eftir að hafa það gott hér heima. Borða íslenskan mat og njót þín vel. Æðislegt að þið mamma þín séuð búnar að taæma búðrinar þarna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.7.2007 kl. 13:48
Hvar ertu núna???
Tilkynning til alla blogg-vini!
Ég ætla að vera smá hallærislegur og senda mína tillögu um betra blogg til vefstjóra blogg.is. því vill ég spyrja þig um að kíkja á þetta rugl mitt og segja þína skoðun með því að kjósa á vinstri dálk. Ef þú ert búinn að kjósa eða hefur engan áhuga á þessu… þá skil ég þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 17:34
Frábært hvað þið skemmtið ykkur vel
Vatnsberi Margrét, 25.7.2007 kl. 11:25
Varð bara að skella á þig smá klemm og knúsi fyrst ég var komin í tölvuna Njóttu þín vel með mömmu heima og að heiman
Klemm
Sigrún Friðriksdóttir, 25.7.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.