Altaf erum við jafn seinheppin :(

Þannig er mál með veksti að fyrir nokkrum mánuðum keyptum við okkur nýjan bíl, sem við erum alveg rosalega ángæð með. Svo í fyrradag fórum við í heimsókn til vinafólks okkar sem er ekki í frásögu færandi nema hvað að 6 ára gamall gutti náði að hjóla á bílinn, hann stakk svo af. Við fundum hjólið sem hafði keyrt á bílinn og þar með barnið sem átti hjólið. Strákurinn náði að dælda bilinn og búa til nokkrar mjög ljótar og djúðar rispur. Móðir barnsins tók á sig alla ábyrgð á gjörðum barnsins fyrir framan vitni. Við fórum heim og töluðum við tryggingafélgaið, þar var okkur sagt að þetta færi undir heimilistrygginguna hjá foreldrum barnsins. Við vorum mjög sátt við þetta og alt fór í gang, ég fór meðal annars með bílinn í mat í gærmorgunn. Svo ákváðum við að fara með bílinn á Toyota verkstæðið og fá mat á hann þar. Þar kom í ljós að þar sem bíllinn er enn í ábyrgð missum við ábyrgðina á lakkinu ef við látum gera við bílinn annarstaðar. Það var svo sem í lagi okkar vegna þar sem það kom ekki til greina að láta gera við bílinn neinssstaðar annarstaðar. Þar sem þetta er mjög dýr bíll í Noregi viljum við halda honum almennilegum.

Nema hvað ( altaf nema hvað hjá mér ). Seinna um daginn kemur í ljós að tryggingarnar borga ekki fyrir skaðann á bílnum þar sem barnið er undir 12 ára. Þá kemur í ljós að börn undir 12 ára geta gert hvað sem er hérna í Noregi og foreldrarnir bera enga ábyrgð á gjörðum þeirra. En móðir barnsins var búin að taka á sig alla ábyrgð fyrir framan vitni ( þar vorum við heppin ), en munnlegur samningur er jafn gildur skriflegum hérna í Noregi.

Við neitum að láta taka þetta af okkar tryggingu þar sem við erum búin að vinna okkur inn " ókeypis bílslys" ( þýðir bara það að við meigum klessa bílinn, vera í órétti og missum engan bónus né neitt ). Þetta vildum við als ekki og ákváðum því að tala við foreldrana, þar sem konan var búin að taka á sig fulla ábyrgð á gjörðum sonar síns. En auðvitað kemur þá pabbinn og er bara með derring.  Hann var svo ósvífinn og dónalegur að það var ekki einu sinni fyndið. Þvílíkur karl pungur, við enduðum á að segja honum að þetta væri ekkert mál. Við færum bara í mál, þar sem konan hans væri búin að taka á sig alla ábyrgð. En hann hélt áfram, þið skiljið þetta þegar þið eignist barn, þið eigið ekki að kaupa ykkur svona fínan bíl ekki keyri ég um á svona fínum bíl, ekki fæ ég borgað þegar að fullorðið fólk skellir hurðonum utaní bílinn minn og svo framvegis. Hann var alveg rosalegur, en fattaði fljótt að hann komst ekkert með þetta án þess að borga, við gáfum honum þann valkost að hann gæti borgað 50 þúsund, en viðgerðin kostar 75 þúsund, við munum svo sjá um restina. En svo á eftir að koma í ljós hvort að karlinn borgi.

Já það er alveg rétt að það er leiðinlegt þegar svona gerist og þá sérstaklega þegar bílarnir eru nýir, en höfum við samt ekki fullan rétt á að eiga nýjan bíl þótt að karlinn eigi barn.

Æ þetta fer alveg rosalega í taugnarnar á mér. Bara ótrúlegt hvað sumir sem eiga börn geta verið með mikla fordóma gagnvart fólki sem ekki á börn og ég hef bara verið að upplifa meira og meira af því.

Ég vel að vera búin með námið mitt og vera komin í góða vinnu áður en ég eignast barn, þetta er mitt val og það kemur engumm öðrum við. Við viljum eiga einbýlishús og nóg af pening. Okkur langar til að ferðast og upplifa heimin áður en við eignumst barn saman. 

Jæja þurfti bara aðeins að pústa út.Frown

Knús og kossar

Kolla 

P.S. Þetta var slys og svona getur altaf gerst, en bara pyrrandi þegar fólk segist ætla að redda þessu en neitar svo eftir á. Ef þau hefðu bara sagt nei um leið þá okay, fúlt en svona er þetta bara hérna. En samt fáránlegt að börn undir 12 ára séu ekki trygð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Úffff þetta er ljótt að heyra, vona að það leysist úr þessu á sem bestan hátt.

Gerða Kristjáns, 24.8.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Kolla

Ég vona það, nenni ekki að gera óþarfa vesen út úr þessu. Bara gott að nota bloggið til að ná sér niður stundum

Kolla, 24.8.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Tryggingar eru stórvarasamar..smátt letur...smærra letur og svo fr.v. en aldrei hef ég heyrt að þær nái ekki yfir alla fjölskyldumeðlimi

Já og pirrastu bara það er gott...þetta er alger karlrembupungur og fáránlegt sem hann lét út úr sér.

Vona að bíllinn ykkar verði samur á hans kostnað.

Knús dúlla.

Solla Guðjóns, 25.8.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Kolla mín

Ótrúlegur kall, sumt fólk er alveg meiriháttar skrítið, eins og þið megið ekki eiga eins flottan og dýran bíl eins og þið viljið, og það hefur ekkert með það að gera hvort þið eigið börn eða ekki, barnið þeirra gerði þetta og þau verða að taka ábyrgðina fyrir barnið sitt. Ég veit að ef að barnið mitt myndi gera þetta, ég myndi taka ábyrgðina á mig, því greinilega var ég ekki að fylgjast með barninu mínu. Ég vona að þetta reddist, mér sýndist hér að ofan að pabbinn hafi sent peninginn, þannig að allt er gott sem endar vel. Notaðu bara bloggið til þess að koma öllu frá þér hér, við erum hér til þess að hlusta. Farðu vel með þig elskan, og láttu engann segja þér hvernig þú átt að lifa þínu lífi, þú kýst það sem er best fyrir þig og þinn mann, gott hjá þér að bíða með barneignir þangað til þú ert búið með námið, mér finnst það bara flott hjá þér. Bestu kveðjur frá Kali Kal

Bertha Sigmundsdóttir, 26.8.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband