Alt er gott sem endar vel :)

Jæja var að kíkja á netbankann og faðir drengsins er búinn að senda okkur 50 þús, eins og hann lovaðiSmile.

Ég ætlaði mér að eiða deginum í að læra en það fór víst bara um klukkutími í það. En náði þó að gera helling.

Annars hef ég eitt deginum í að undirbúa ferðina til Nice. Kaupa mér nærföt og falleg föt fyrir ferðina þar sem við karlinn erum að fara ein. Og það er í fyrsta skifti sem við förum til útlanda bara tvö ein, mikið hlakkar mig nú tilSmile.

En góðan dag verður að enda með bjór í góðum félagsskap, ein vinkona mín er búin að vera hjá mér í kvöld. 

Njótið þess sem eftir er af helginni kæru vinir

knús og kossar

Kolla, shopaholick 

p.s Mig langar að láta þessa mynd fylgja, hún var tekin af okkur Jósep rétt áður en Valdís og Gauti giftu sig í sumar. Brúðarmyndirnar okkar voru víst ekki nógu flottar, enda er ég sammála því.Smile

THOR7510


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.8.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Flogg mynd og gott að karlinn borgaði. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þó fólk sé að segja eitthvað við því að þið hafið ekki börn ennþá. Ég held bara að það sé öfund þar sem þú valdi að taka þetta í réttri röð. Og þó svo þú ákveður að ekki eiga börn, þá er það alltaf ykkar val sem engum kemur við.

Unnur Guðrún , 26.8.2007 kl. 05:31

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Góða ferð, mikið verðurðu nú sæt í nýju nærfötunum fyrir manninn þinn Flott að kallinn borgaði, til hamingju með það... Flott mynd, er þessi mynd af ykkur frá ykkar brúðkaupi, eða er ég að misskilja? Jæja, skemmtið ykkur vel!!!

Bertha Sigmundsdóttir, 26.8.2007 kl. 09:53

4 Smámynd: Kolla

Þessi mynd er ekki frá brúðkaupinu okkar. Bara svona smá endurtaka. Enda giftum við okkur í Maiami Oklahoma 6 april 2001. En þá var lítill peningur í veskinu hjá okkur námsmönnonum. Vorum fínlega klædd en ekki jafn flott og þetta. En ljósmyndari tók nokkrar myndir af okkur í sumar, það bætti upp. Giftingarhringarnir okkar voru nú bara stálhringar sem við höfðum notað sem trúlofunarhringa. En Jósep keypti nýjan giftingarhring handa mér í sumar ( hann notar ekki út af vinnunni ). En ég fékk handsmíðaðan gullhring með demanti sem var keyptur á sama stað og hinir hringarnir. 

Kolla, 26.8.2007 kl. 13:15

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Flott mynd. Góða ferð einu sinni enn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Hafiði það gott á Ríveríunni!    Hvað segirðu...giftuð þið ykkur í Miami, OK?  Því litla krummaksuði sem þeir bera fram MiamA til að rugla því ekki saman við borgina á Flórída.    Viðkunnalegur bær reyndar að mörgu leiti ef ég man rétt, þó hann megi kannski muna fífill sinn fegurri, síðan að I-44 var byggð og fólk hætti almennt að keyra Route 66.   Æ, hvað ég sakna Oklahoma daganna...

Róbert Björnsson, 26.8.2007 kl. 16:13

7 Smámynd: Kolla

Hehe. Miama var það já. Verð að viðurkenna að ég sakna Oklahoma tímans stundum, en reini að hugsa um það hvað það var mikill léttir að koma til Noregs. Lentum í nokkrum ævintýrum þarna úti. Þar á meðal Tornado veðrinu og brjáluðum mexíkana sem var nágranninn okkar.

En þetta var samt skemtilegur tími og ég hefði ekki viljað sleppa þessu. 

Kolla, 26.8.2007 kl. 17:31

8 Smámynd: Margrét M

allt er gott sem endar vel ...falleg mynd af ykkur þarna .... 

Margrét M, 27.8.2007 kl. 08:24

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Frábært falllega fólk

Solla Guðjóns, 27.8.2007 kl. 14:48

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hvað voruð þið lengi í Oklahoma??? Við hvað vinnur maðurinn þinn eiginlega, eruð þið að flytja mikið á milli vegna vinnu hans, eða vegna náms? Bara að reyna að kynnast þér aðeins meira, mér finnst þú svo frábær Góða ferð, heim aftur, og skemmtið ykkur svaka vel...

Bertha Sigmundsdóttir, 27.8.2007 kl. 17:40

11 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Góða skemmtun í Nice. Flott mynd af ykkur.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 30.8.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband