Nice :)

Ferðin var æðislegGrin.

Við fórum á þriðjudeginum, vorum á hóteli eina nótt þar sem íbúðin sem við leigðum er leigð frá miðvikudegi til miðvikudags. En það var ódýrast að gera þetta svona. Hótelið var 1 stjörnu hótel og kostaði einungis 3000 ísl. kr. fyrir okkur bæði þessa einu nótt. Við komum á hótelið og hlógum eins og geðsjúklingar. Þetta herbergi okkar var sko lítið og þá meina ég lítið, við kölluðum þetta fangaklefann okkar. herbergið var svona 2,5 x 2, með einum litlum og ég meina litlum glugga, sem varla var hægt að opna. Svo var það baðherbergið, ef svo má kalla, það var svona eins og hjólhýsa baðherbergi. Alt í plasti og sturta klósett og vaskur í eitt. Enda fanst okkur þetta voða findið. Herbergið var nú allavegana hreint, en við sváfum ílla um nóttina þar sem það var altaf einhver að reina að opna hurðina.W00t

Á miðvikudaginn fórum við svo í íbúðina, þvílíki munirinn, ég held að baðherbergið þar sé jafn stórt og alt hótelherbergiðTounge. En miðvikudagurinn fór í að slappa af, um kvöldið röltum við um gamla bæinn ( rosalega flott ) og fengum okkur bjór.

Fimtudagurinn fór í að versla. Maðurinn minn fór með mig í verslunarferð og keypti á mig föt. Rosa flott pils og poliCool. Ég veit að hann hatar að versla föt, en þetta gerði hann fyrir konuna sína, alveg indislegur. Svo var kvöldið endað í gamla bænum Smile

Föstudagurinn, fór í að sofa aðeins og slappa af, eftir hádegi fórum við svo og keyptum okkur strandskó/sundskó en þeir eru mjög góðir á ströndum eins og er í Nice. Í Nice er nefnilega ekki sandströnd, heldur bara möl sem er frekar vont að labba á. Ferð okkar var svo heitið á ströndina, þar sem við vorum að leika okkur í sjónum, knúsast og slappa af.

Laugardagurinn var yndislegur, við fórum á ströndina og vorum þar heil lengi að slappa af og lésa. Auðvitað var farið að sinda líka. Við röltum svo heim til að skifta um föt, fórum svo út að borða og enduðum daginn með nokkrum bjórum í gamla bænum í NiceTounge. Gamli bærinn hefur mikið upp á að bjóða, fult af börum, maður getur bara valið eftir í hvernig stuði maður er. En við vorum altaf á sama stað, engir ferðamenn og enginn talaði ensku. En við vorum fljót að læra hvernig maður byður um bjór á frönskuSmile. Þarna sátum við, spjölluðum og horfðum á fólkið.

sunnudagur: Ströndin, ströndin ströndin, elska ströndina, fórum svo og löbbuðum aðeins um Nice.

Mánudagur: Sváfum lengi, fórum svo á ströndina, fórum heim og skiftum um föt og fórum svo á fínan veitingastað og borðuðum. Rosalega eru þeir í Frakklandi duglegir að elda góðan mat. Og þeir eru bara með svo mikið af góðum eftirréttum. Við enduðum svo síðasta kvöldið okkar í Nice á að labba um gamla bæinn, ég bara elska gamla bæinn.

Við Jósep töluðum rosalega mikið saman, mér leið eins og ég gæti sagt honum alt og þarna töluðum við um hluti sem við höfum aldrei talað um áður. Hann var svo tillitssamur og vildi gera alt sem mig langaði til að gera. Ég féll kolflöt fyrir honum aftur, leið eins og 12 ára InLovesem er ástfangin. Við náðum svo ótrúlega vel saman og kinntumst á allt annan hátt. Þetta var æðislegt.

Svo var haldið heima á leið, þótt að okkur hafi eiginlega bara langað til að vera þarna áfram. En skólinn og vinnan kölluðu á okkur svo við erum í Noregi aftur, en látum okkur dreyma um Nice. 

Ég mun kíkja á ykkur seinna kæru bloggvinir þar sem skólaverkefnin kalla og það er nóg að gera.

Knús og kossar í bili

Kolla sem er bara svoInLove InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég finn fyrir öfund

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefur verið æislegt frí. von að þig hafið hlegið af herberginu. Það útaf fyrir sig er æfingýri en ekki hefði mér líkað að einhver væri alltaf að reyna að opna dyrnar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2007 kl. 20:03

3 identicon

ahhh  en frábært!

 knús!!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Kolla mín

En æðislegt að heyra að þið hafið haft svona yndislega ferð, og rómantíska í þokkarbót... til hamingju með það Það er rosalega gott að komast í burtu með manninum sínum, eyða tíma saman, versla, synda, lesa, bara vera saman. Ég veit alveg hvað þú átt við, að verða ástfangin aftur af manninum sínum er það yndislegasta í heiminum, því að sum okkar eru heppin að verða ástfangin einu sinni af maka okkar, að geta orðið enn ástfangnari og ástfangnari uppá nýtt, það er guðdómlegt.... Ég er rosalega hamingjusöm fyrir þína hönd, haltu í þessa tilfinningu eins lengi og þú getur, því að hversdagsleikinn mun reyna að taka yfir, og þá þarf maður að hafa mikið fyrir því að halda í ástina

Gaman að sjá að þið skemmtuð ykkur vel, velkomin aftur heim, og gaman að sjá þig aftur. Hlakka til þess að fylgjast með þér í framtíðinni

Bertha Sigmundsdóttir, 9.9.2007 kl. 07:12

5 Smámynd: Margrét M

gaman að þið skilduð skemmta ykkur vel .. það er ótrúlega gaman að fara bara tvö saman ég og minn maður gerum þetta  reglulega ..það er svo ótrúlega gott að vera ástfanginn..

Margrét M, 10.9.2007 kl. 09:30

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þetta hefur verið draumaferð sem þið hafið svo sannarlega átt skilið :)

Vatnsberi Margrét, 12.9.2007 kl. 00:34

7 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittós

Ólafur fannberg, 12.9.2007 kl. 02:18

8 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Æðislegt  ekkert smá rómó  . Eigðu frábæra helgi dúlla .

Knús og klemm Heiða og co

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 14.9.2007 kl. 09:42

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ummm.Skemmtilegasta ferð.........en mér finnst skemmtilegra að heyra um ástina......það er svo dásamleg tilfinning og ég veit nákvæmlega hvað þú ert að meina ...ég er sífellt ástfangin af karlinum mínum eftir meira en 30.ára sambúð

Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 21:47

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

OOhh dúlla gaman að lesa hvað þetta heppnaðist vel. Og ég skil þig svo vel ég er alltaf að kolfalla fyrir karlinum mínum, finst hann bara flottastur

Knús og klem til þín frá mér og góða helgi/viku !! 

Sigrún Friðriksdóttir, 15.9.2007 kl. 22:28

11 Smámynd: Agný

Æðislegt að lesa svona hugljúfa frásögn og ekki verra að þú fékkst að kynnast manninum þínum á nýjan hátt..það er gaman þegar að maður uppgötvar nýjar hliðir á makanum...ja allavega þegar það eru góðar hliðar. Ég er nú reyndar enn skotin í karluglunni minni eftir 8 ár og ekki minna að ég tel, mér skilst á honum að það sé gagnkvæmt...eins gott þar sem hann er að flytja til Danmerkur í bili... ég vonandi seinna...en gengur ekki upp núna...Hafðu það svo bara sem best

Agný, 17.9.2007 kl. 19:07

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:52

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hlýtur að hafa verið nice að vera í Nice.

Það vottar ekki fyrir öfund :-(

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband