9/11/01 vorum vid Josep i Tulsa Oklahoma i skola, hann ad læra flugvirkjun a flugvellinum i Tulsa og eg i tølvufrædi.
Fyrir 5 arum sidan i dag vaknadi eg vid ad siminn hringdi, thad var Karen magkona (otrulega roleg) eg skildi um leid ad eitthvad hafdi gerst.
Eg held eg hafi aldrey verid jafn hrædd i minu 26 ara lifi, thegar Karen var buin ad segja mer allar frettirnar, settist eg fyrir framan sjonvarpid i halfgerdu sjokki. Thetta var alveg eins og ad upplifa biomynd. Thegar eg var buin ad jafna mig adeins hringdi Sandra, eg var ekki lengi ad hlaupa yfir til hennar thar sem vid heldum afram ad horfa a sjonvarpid og bydum eftir ad srakarnir myndu koma heim ur skolanum. Seinna kom svo Hrabba til okkar og sagdi ad srakarnir yrdu fljotlega sendir heim ur skolanum, thar sem thad voru svo margir Arabar i skolanum og af øriggysastædum, en their akvadu svo ad halda skolanum opnum og sja til. Thennan dag var skolinn minn lokadur ut af øryggistastædum.
Thetta var mjøg langur og tilfinninga thrunginn dagur, thad var enginn uti. Vid gerdum ekkert allan daginn nema ad fylgjast med sjonvarpinu. Their syndu aftur og aftur sømu myndirnar, myndirnar af flugvelonum fljuga inn i WTC og ef madur skifti yfir a spænsku sjonvarpstødvarnar sa madur folkid hoppa ut ur WTC adur en hun hrundi.
Thad leid svoldid langur timi thar til madur fattadi almennilega hvad hefdi gerst, thetta var rosalegt. Vid tokum til vegabrefin okkar og tryggingarpappirana okkar og settum a bord vid hurdina. Akvadum svo ad ef eitthvad meira myndi gerast tha myndum vid reyna ad keyra yfir landamærin til Kanada eda Mexiko, pappirarnir lagu vid hurdina thar til vid fluttum aftur til Noregs ari seinna.
Flokkur: Bloggar | Mánudagur, 11. september 2006 (breytt kl. 14:06) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.