Skóli skóli skóli og sjónvarp :)

Jæja þá er enn eitt prófið yfirstaðið. Þar fékk ég fall en komst svo að því að ég var búin að svara rétt á einni spurningu sem ég fékk ekki rétt fyrir. Þannig að ég fór og talaði við kennarann, hann vildi meina að þetta væri ekki rétt svar en svo sýndi ég honum hvað stóð í bókinni. Ég var nefnilega búin að svara alveg eins og það stendur í bókinni, þar kom það sem mig vantaði og ég náði. Við þurftum að vera með 9 í einkun til að ná þessu prófi, ég var búin að leggja mikið á mig til að ná þessu. Enda gerði ég það.

Núna er bara eitt próf eftir og ein ritgerð sem þarf að skrifa, og svo förum við út í starfsnám. Ég var heppin aftur og fékk pláss í Stavanger. En þetta er heimili fyrir börn sem eru svo fötluð að foreldrarnir eiga í erfiðleikum með að hafa þau heima. Þetta á eftir að taka svoldið á, ég hef unnið 2 næturvaktir þarna áður og það er sko mikið að gera þarna. En það sem er erfitt er að sjá börn sem þjást svona mikið. 

Sjónvarpið okkar er komið úr viðgerð, loksins. En þeir eru búnir að tína rafmagnsleiðslunni og fjarstýringunni okkar. Þeir gleymdu líka að senda okkur hátalarana aftur. Humm....... En við erum búin að fá Hátalarana og sjónvarpið og áttum sem betur fera auka fjarstýringu, þannig að ég get horft á sjónvarpið, jibbý.

Það er skrítið að núna er Jósep búinn að vera að vinna aðra hverja viku á Gardermoen í 1 ár. En það er samt altaf jafn leiðinlegt þegar hann fer að vinna. Sérstaklega þegar það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum að ég hef eiginlega ekki haft tíma til að gera neitt með honum síðasta mánuðinn.  En núna ætla ég að reyna að vera búin að öllu þegar hann kemur heim þannig að ég geti eitt alveg helling af tíma með honum. 

Bless í bili

Kolla  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með prófið

Ólafur fannberg, 19.10.2007 kl. 07:58

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju með prófið :)

Vatnsberi Margrét, 19.10.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Margrét M

til hamingju með að ná prófinu .. eins gott að þú fórst yfir þetta aftur með kennaranum ..

Margrét M, 19.10.2007 kl. 16:30

4 identicon

ví til hamingju með prófið sæta :)

Karen (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:37

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju dúlla.Segi eins og Magga M.eins gott.

Ég held það venjist aldrei alveg þegar karlarnir fara aftur...er búin að lifa við þessar aðstæður í nokkuð mörg ár og alltaf er fríið jafn fljótt að líða

Solla Guðjóns, 20.10.2007 kl. 01:33

6 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Flott hjá þér stelpa með prófið þú ert hetja

Knús og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 24.10.2007 kl. 13:20

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju og gott hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.10.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband