Jæja gott fólk, núna er ég ný komin heim frá nýju vinnunni, það var að vísu bara svona einskonar starfsmannafundur og svo hitti ég líka Danel. Danel er 8 ára og fæddist fjölfatlaður vegna súrefnisskorts þegar hann var í móðurkviði. Hann er algjört krútt og finst rosalega gaman að vera í tölvunni sinni en hann er með svona snertiskjá og svo sér tölvuleiki. Hann tók mér bara mjög vel og það kom mér á óvart hvað hann er duglegur. Hann getur labbað mikið sjálfur þrátt fyrir að vera með sjúkdóm sem heitir CP svo er hann einnig með flogaveiki. En ég held að þetta verði bara mjög gaman, og mig hlakkar til að byrja að vinna á þriðjudaginn.
Annars er það að frétta að ég er byrjuð á verkefninu mínu (LOKSINS), en ég reykna með að ég klári það um helgina, ég stefni allavegana að því.
Því miður þá er haustið loksins komið til Stavanger, það er bara búið að vera rok og rigning síðan í morgunn:(. Ekki gaman sko, en það er samt 12 stiga hiti enþá, það er sko ekki verst.
Ég fékk loksins nemendaskírteinið mitt í dag, loksins loksins og svo gaman að sjá loksins myndina sem var tekin og ég verð nú bara að viðurkenna að hún er bara helvíti góð.
Ég er búin að ákveða að koma Jósep á óvart þegar hann kemur heim úr vinnunni í kvöld ( hann er búinn að vera að vinna kvöldvaktir þessa viku) og elda svínasteik og bakaðarkartöflur, namm namm:)
Þannig að ég byð voða vel að heilsa öllum.
Bestu kveðjur frá Stavanger:)
P.S. Takk fyrir kveðjurnar Ranveig, við byðjum kærlega að heilsa:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.