Brjálað veður í nótt!!!

Já ég get víst sagt að á þeim 3 og hálfur ári sem við höfum búið hérna í Stavanger og Sandnes hefur aldrey verið jafn vont veður, ég er meira að segja með sönnunargögn fyrir því. Það var gömul rafmagnslína á milli húsins okkar og húsins hjá nágrannanum, hún slitnaði í nótt! Ég vakanaði bara við þennan svakalega smell, en stein sofanaði aftur. Leit svo út um gluggan í morgunn og þar var gamli sturtuklefinn út um allt. Þannig að ég fór út að taka til og setti sturtubotninn ofan á glerið þannig að það myndi haldast niðri. Sem betur fer hafa bílarnir ekki skemst út af þessu, sjúkket segi ég bara.

Svo er ég búin að sjá nágrannana frá götonum hérna í kring vera hlaupandi með ruslatunnurnar sínar, þetta var alveg svakalegt rok. 

Enda er ekki hægt að segj að það hafi verið þungt loft í íbúðinni þegar við fórum á fætur, þar sem loftið er ekki einangrað og það liggur við að maður finni fyrir vinidinum þarna uppi, en það er óhætt að segja að það sé búið að lofthreynsa íbúðina, lol, enda er líka frekar kalt hérna inni núna. Þannig að ég ætla að leggjast undir teppið og hlíja mér aðeins.

Þar til næst

Bestu kveðjur frá rok rassgatinu:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband