Ég þarf á smá hjálp að halda þannig að það væri æðislegt ef þið mynduð nenna að lésa þetta og segja álit ykkar:)

Þannig er mál með veksti að ég þarf að skila inn verkefni næsta föstudag og ég er eiginlega svoldið stuck, þannig að það væri æðislegt og ég verð mjög þakklát ef þið nennið að segja mér álit ykkar og hugmyndir:)Hér kemur það

 

Við sjáum myndband það fjallar um konu sem er 29 ára gömul með Downs Syndrome, hún er menntaður kokkur, á eigin íbúð (að vísu svona íbúð sem fylkið borgar af hluta fyrir en samt). Hún fékk ekki að vita að hún væri með Downs fyrr en hún var 11 ára, og eins og mér skilst á myndbandinu þá hefur hún verið í venjulegum skóla, engum sérskóla eða með sérkenslu.

En í 1994 var einhver pólitíkus hérna í Noregi sem sagði í einhverju viðtali að allar konur sem gengu með barn með Down´s ættu að fara í fóstureyðingu þar sem fólk með Downs væru áraun á samfélagið.

 Þetta sá þessi stelpa þar sem henni finst mjög gaman að fylgjast með pólitík og pólitískum umræðum. Eftir þetta hefur hún gert allt til að sanna að hún sé ekki áraun á samfélagið, hún hefur allavegana sýnt að hún getur staðið á eigin fótum og bjargað sér (en hún er ein af þeim sem eru með Downs sem er mjög "eðlileg") Allavegana eftir þetta fór hún að skrifa ljóð um  tilfinningarnar sínar, í dag hefur hún gefið út 1 ljóðabók og ljóðin hennar hafa verið mikið notuð sem saung textar.  Þannig að hún hefur allavegana sínt okkur að hún getur séð fyrir sjálfri sér. En svo koma spurningarnar:

1)Afhverju hefur fólk með Downs ekki jafn mikinn rétt til að lifa eins og við?

2)Efhverju getur samfélagið ekki tekið á móti fólki með Downs og lifað með þeim??? 

3)Finst ykkur vera rétt það sem karlinn sagði, að fólk með Downs sé byrði fyrir samfélagið, ef svo afhverju??

4)Er einhver sem veit hvað skilgreiningin á orðinu manneskja er??? (finn það hvergi)

Allavegana það væri æðislegt ef þú myndir nenna að svara þessum spurningum fyrir mig:)PLEASE!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Fólk með Downs er ekki byrði á samfélaginu, heldur manneskjur eins og við. Mér finnst líka skipta máli hversu mikið einstaklingurinn með heilkennið er hamlaður af því, það liggur í augum uppi að mjög alvarlega hömluð manneskja getur ekki hugsað um barn og ekki hægt að ætlast til að fjölskylda geti alltaf hlaupið undir bagga. En það á við um alla, hvað það er sem háir þeim. Ég hef ekki skilgreiningu á orðinu manneskja nema tegundin maður. En mér finnst að fólk með Downs og annað fólk eigi allt að vera jafnt í samfélagi manna og fá að taka þátt í lífinu eftir getur.

Birna M, 28.10.2006 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband