Já núna er ég búin að sytja hérna í allt kvöld við tölvuna og reyna að vinna með verkefnið mitt, en ég er bara orðin hugmyndarsnauð og bjórinn hjálpaði ekki neitt:(.
En allavegana ég tók eftir því að þegar maður skrifar í gestabókina þá þarf maður að skrá e mail, en ég finn bara hvergi e mailið sem eru skrifuð þarna inn, því miður var nefnilega að reyna að finna e mail adressuna hjá Ranveigu, þannig að Ranveig geturðu sent mér mail á kolbrun.jonsdottir@gmail.com svo skulum við senda þér svar um leið.
En rafmagnið fór af hérna í Stavanger 3 sinnum í dag og í seinna skiftið var Jósep með köku í ofninum(ekkert reyna að snúa þessu neitt). Já það er rétt hann Jósep minn var að baka köku, alvöru köku sko eins og ég sagði áðan ekkert snúa þessu neitt. En aumingja kakan féll.
En þetta var svoldið pirrandi þar sem við vorum búin að kveikja á kertum þegar rafmagnið fór í annað skiftið og um leið og við vorum búin að því þá kom rafmagnið aftur. Þá var bara að slökkva á öllum kertonum, en um leið og við vorum búin að því þá fór rafmagnið aftur, þannig að við erum búin að hafa nóg að gera með að kveikja og slökkva á kertum. Svo fór auðvitað reykskinjarinn í gang út af kertaljósakrónunni, alltaf sama vesenið á okkur en okkur leiðist allavegana ekki á meðan (alltaf að líta á björtu hliðarnar).
En við fórum í Ikea í dag og það var bara svo mikið af fallegum jólaljósum að mig er barasta farið að hlakka til jólanna. En við fórum nú reyndar til að finna spegil og kommóðu á ganginn og fundum bara ekki neitt. En mikið rosalega var mikið af fólki þarna, enda tíðkast það í Noregi að fara með fjölskylduna út að borða á laugardögum á IKEA. En ég var orðin nett pirruð á fólki sem labbaði hreynlega yfir mann. Úff ég fer sko aldrey aftur í Ikea á laugardegi, það liggur við að maður þurfi á sálfræðihjálp og valíum eftir ferðina.
Þar til næst
Knús og kossar frá Norge:)
Athugasemdir
Hæ Kolla þið verðið endilega að koma í Nýja Ikea hérna sem var opnað um daginn manni leið eins og í annarri veröld erum ekki vön svona stóru heima,maður þurfti að passa að tina ekki strákunum í öllum þessum látum.
kristbjorg jonsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.