Húff og púff

Ég er loksins búin að skila inn verkefninu mínu, og mér leið samt ekkert rosalega vel þegar ég ýtti á senda takkan. En það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu.

Annars er voðalega lítið að frétta, fyrsti vinnudagurinn minn var á þriðjudaginn og þá var líka hrekkjavaka. Skólinn var auðvitað með hrekkjavöku partý og við Lill vinkona ákváðum að skella okkur og það edrú í þokkabót. Ég fékk voða fínan löggubúining lánaðan hjá Maggý vinkonu, með handjárn, bissu og alles. Lill var klædd sem einhver vampýra og svo var bara lagt af stað. Þegar við komum á staðinn stóðum við fyrir utan í smá tíma þar sem við sáum enga aðra í búningum og vorum nú bara komnar á það að fara aftur heim, en þá sáum við einhvern labba þarna inni í búning:). Við hoppuðum inn og skemtum okkur líka svona konunglega allt kvöldið. Og það sem það var gott að bara setjast undir stýri og keyra heim, hehe. Held ég bara sleppi því að keyra næst líka,humm.  

Á miðvikudaginn og í dag er ég svo bara búin að sytja yfir tölvunni og klára verkefnið mitt. Að vísu dró Jósep mig með sér í fullt af einhverjum húsgagnaverslunum til að reyna að finna eitthvað til að hafa fötin okkar í inn á gangi. Ekki auðvelt sko. Úffff......  Svo ætluðum við nú reyndar að fá okkur kjötbollur á Ikea en það var svo mikið af fólki þar að við barasta nenntum ekki að standa í þessu veseni.

Á morgunn verður fyrirlestur með þekktum sálfræðingi sem er kennari í skólanum og ég get sko sagt ykkur það að það er sko þess virði að fara á fætur kl. hálf 7 á morgnanna til að ná þessu með sér. 

Svo er ég að fara að vinna aftur um helgina, það verður spennandi að sjá hvernig það gengur að vera með strákinn í 8 klukkutíma í röð. Aumingja strákurinn slefar svo mikið að ég verð helst að fara að kaupa mér sér vinnuföt þar sem ég tími ekki að vera í fínu fötonum mínum. Svo er þetta nú svoldið erfitt þar sem hann getur lítið sem ekkert tjáð sig en ég verð bara að læra inn á kropps málið hans.

Jæja þar til næst.

bestu kveðjur frá Stavanger 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband