Fyrsta 8 tíma vaktin búin

Ég var að vinna fyrstu 8 tíma vaktina mína með Daníel í dag, þetta er alveg yndislegur strákur. Hann er lífsglaður og elskar að hlusta á tónlíst og skrítin hljóð. En það er ofboðslega erfitt að finna eitthvð fyrir hann að gera þar sem hreyfingarnar hans eru takmarkaðar. En við fórum í verslunarmiðstöð og Danel fanst það rosalega gaman, en það sem var leiðinlegt er hvernig fólk bregst við að sjá svona hamlað barn er alveg rosalegt. Starir alveg endalaust, og ég verð að segja að fólk um 30 og yfir eru verst, en fólk á aldrinum 14 -30 horfa ekki neitt.

Svo fórum við í sund, sundlaugin er upphituð og það var æðislegt:). Svo var ferðinni bara heitið heim. Danel er alveg yndislegur strákur en þegar ég kom heim úr vinnunni var ég svoldið miður min. En það þýðir ekkert, allt sem ég get gert er að gera lífið hans aðeins skemtilegra og það er það sem er vinnan mína.

En svo er bara að fara aftur í vinnuna á morgunn, ég var svona frekar þreytt eftir daginn í dag en ég held að þetta eigi bara eftir að vera mjög fín vinna. Og eins og karlinn minn sagði, það verður allavegana ekkert mál fyrir mig að fá vinnu þegar ég er búinn með skólann þar sem ég er komin með smá reynslu:).

En í sundinu voru nokkrar litlar stelpur með Down Syndrom og þær voru svo mikil krútt, mig hlakkar alveg rosalega mikið til að geta unnið með krökkum með Down Syndrom. Ég er búin að vera að lésa rosalega mikið um fólk með Downs  út af verkefninu mínu og ég er með alveg rosalegan áhuga fyir þeim. Flest sem ég hef lésið hefur verið um hvað þetta er yndislegt fólk, og að heimurinn væri ekki eins án þeirra. Í einni greyninni stóð meira að segja að heimurinn þyrfti á fleira fólki með Downs að halda þar sem þau hafa svo mikla ánægju út úr lífinu:).

 

En þetta er nóg í bili gott fólk, ég er alveg að sofna hérna:=), en það hefur nú kanski eitthvað  með það að gera að lang flestir nágrannarnir okkar voru með partý í nótt, hummmm....

 

Jæja þar til næst

Bestu kveðjur frá Stavanger 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hæ og takk fyrir innlitið á bloggið mitt  Ég á son sem er með einhverfu og fólk horfir á hann þegar hann hagar sér skrítið, en ég hef vanið mig við það að hugsa að fólk sé forvitið. Fyrir mörgum árum síðan var ég að vinna sem húsvörður og einn vinnufelaginn minn var með Down Syndrom. Besti vinnu félagi ég hef haft ever... hafðu það gott bæ!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.11.2006 kl. 19:16

2 identicon

Hæ Kolla mín,já það er margt sem okkur finnst skrítið og verðum bara að venja á að aðrir horfi á okkur,kveðja Stína stórasystir.

Kristbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband