Loksins loksins er farið að verða minna að gera :0)

Hæhæ.

Já eins og færslan heitir þá er ég loksins farin að hafa tíma fyrir sjálfan migTounge. Það er búið að vera óendanlega mikið að gera í skólanum, eitt verkefnið á fætur öðru og svo eitt próf á eftir hinu. Stundum hafa verið fleiri verkefni og próf í gangi í einu. En þetta er loksins að verða búið. Núna er bara eitt verkefni eftir, og svo á ég auðvitað eftir að fínskrifa og leiðrétta verkefnin mín áður en ég skila þeim inn í prófmöppu. En við skilum inn prófmöppu í staðin fyrir að hafa próf, en verðum samt að hafa próf í mikilvægustu fögonum eins og lyfjafræði, lyfjafræðireykningi, sprautun og svo auðvitað atferlisgreiningu, sem var það síðasta á þessu ári, en ég var að fá mail frá kennaranum að ég hafi brillerað á því. Geðveikt erfitt próf Blush samt. Verð að viðurkenna að ég féll á því í fyrstaskiftið, en 49% af bekknum féll á því. En það er nú barasta búið núna, núna er ég orðin geðveikt góð í atferlisgreiningu.

 

Annars er það að frétta að ég held bara mínum venjulega vinnutíma í sumar, ég má nefnilega ekkert vinna neitt meira, þar sem ég missi stryrkinn minn ef ég þéna of mikið. En ég notfæri mér norsk námslán. Sem betur fer þar sem krónan er orðin svona léleg. Hvað er eiginlega í gangi. 

En karlinn er viljugur til að vinna fyrir mér í sumar þessi elska, við erum nú að reyna að planleggja sumarfríið okkar en við barasta getum ekki ákveðið hvert við viljum fara. En California stendur sterkt núna. Shawn vinur okkar býr þar og svo býr hann Spens ekki langt frá Shawn. Annars langar mig geðveikt til Nice í sumar, en við eigum pantaða íbúð í lok október, en ég bara get ekki beðið. En í lok október ætlum við að fara með vinarpari okkar.

Baðherbergið er farið að líta alveg óendanlega vel út. Karlinn er búinn að hafa nóg að gera þannig að hann hefur ekki haft tíma til að klára, en það er alt í lagi þar sem baðherbergið er notanlegtSmile og vel svo.

Knús og kossar

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að þú ert búin í prófunum. Þið þessi 49% takið líklega þetta próf aftur. Eða hvað? Annars til hamingju. Og vonandi gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu.

Knús á þig.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.4.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj elsku stelpan mín.

Þú hlýtur að hafa hoppað hæð þína þegar þú fékkst póstinn frá kennaranum.

Þú átt svo sannarlega skilið ferð til Nice.

Sko þú villt ekki vita hvað er í gangi á Íslandi.

Solla Guðjóns, 1.5.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband