Back 2 school :0)


 Eftir mánuð er bara 1 ár þar til ég útskrifast sem þroskaþjálfari. Það er mikil þörf fyrir þroskaþjálfara i Stavanger þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur á að ekki fá vinnu en ég er mikið að spá í að halda náminu áfram. En ég er samt ekki viss, er þetta barasta ekki komið gott, ég er búina að vera í skóla í 17 ár af lífinu mínu. Byrjaði sem sjúkraliðanemi í FÁ, kláraði 3 ár og nenti svo ekki meir, 1 ár í skóla í USA, 1 ár hérna til að ná mér í stúdentspróf og svo núna er það þroskaþjálfanámið. Ég verð búin að vera í skóla í 18 ár af mínu lífi þegar ég er búin. Málið er að mig hlakkar til að byrja að lifa. Í mörg ár áttum við í fjárhagslegum erfiðleikum. Núna höfum við það mjög fínt. En okkur dreymir um að kaupa einbýlishús og byrja lífið. Við höfum reyndar efni á að kaupa okkur fínasta einbílishús í dag, en málið er það að við elskum lúksusvandamálin okkar. Ég geri það allavegana. Ég elska að eiga í erfiðleikum með að velja hvaða skóm ég ætla að vera í og hvaða fötum ég ætla að vera í, út af því að ég á svo mikið fínt. Og þar sem við elskum lúksusvandamálin okkar alt of mikið og ég elska að búa í miðbæ Stavanger. Verður einbýlishúsið víst að bíða, en málið er á það að bíða í 1,2 eða 3 ár?

Jósep þessi elska styður við bakið á mér alveg sama hvað ég vel. Vil ég vinna sem þroskaþjálfi eftir 10 ár eða vil ég vera eitthvað meira? Ég get unnið mig upp á topp, það veit ég. En hvað vill ég gera. Vill ég vinna í fangelsi, prógrammi sér fyrir fanga sem eru að sleppa út, semsakt þjálfa þá til að takast á við daglega lífið, vinna með þroskaheftum, geðdeild, fötluðum?

Svarið er að ég hef ekki hugmynd, en það hræðir mig svoldið að ákvörðunin sem ég tek getur verið endanleg, og ég elska að vera frjáls og hafa valmöguleika. Ég get auðvitað altaf hoppað í aðra vinnu sem þroskaþjálfi, en ég get ekki altaf farið aftur í skóla. Ég elska að vinna þar sem ég vinn í dag, mér finst æðislegt að vinna með unglingonum, kanski þar sem ég er svo mikill unglingur sjálfur. Og ég vinn með yndislegu fólki og ekki má gleyma að nefna skemtilegu og áhugaverðu. En það er ekki víst að það verði laus full staða þegar ég er búin í skólanum. þetta erum einn af þeim mjög svo fáu stöðum í Stavanger eða Rogaland fylkinu sem á ekki í erfiðleikum með að ná í starfsfólk.

Þetta er alveg óendanleg erfið ákvörðun, en sem betur fer hef ég nokkra mánuði til viðbótar til að ákveða mig. En ég verð að viðurkenna að einbílishúsið og fjölskyldulífið er líka farið að kalla á mig.

Svo hvað segið þið gott fólk, hvað á ég eignilega að gera, hvernig kemst ég að niðurstöðu?

Knús og kossar

Kolla ráðviltaW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þú lætur auðvitað ekki annað fólk segja þér hvað þú átt að gera heldur gerirðu það sem hjartað segir þér það virkar ávalt best

Margrét M, 7.5.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála ofanverðri

Ólafur fannberg, 7.5.2008 kl. 11:20

3 identicon

Já rétt er það! En þetta með skólann, er ekki alltaf hægt að bæta við sig ef maður vill? Svo er alltaf gott að hugsa í blíðunni í DK, hinthint.... hehe!

Valdís (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég veit að þú kemst að niðurstöðu. 18 ár í skóla er nú orðið ansi gott og skólanám er líka vinna. Þú getur gert martg gott, bæði fyrir þig og aðra með þessari menntun og það er nú samt allt í lagi að bæta við sig. Hví að bíða með einbýkishúsið ? jæja þú hefur gert það gott og ég veit að þú kemst að niðurstöðu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.5.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Unnur Guðrún

þetta er erfið ákvörðun en ef það er bara eftir eitt ár, af hverju ekki að ljúka náminu. Ég held að þú yrðir miklu sáttari við sjálfan þig.

  






Unnur Guðrún , 17.5.2008 kl. 09:30

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þú verður komin með niðurstöðu eftir ár og hver sem hún verður er þitt :)

Vatnsberi Margrét, 18.5.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband