Jæja ég er vöknuð :)

Jæja, þá fæ ég einkanirnar mínar á fimtudaginn og ég býð mjög spent. Ég byrja í sumarfríi frá vinnunni á morgunn kl 15:00. Og svo kemur Jósep heim á miðvikudaginn, þá byrjum við að planleggja sumarfríið okkarSmile. Við ákváðum að bara taka þessu eins og það kemur, og kanski skreppa eitthvert og kanski ekki. Kemur bara í ljós.

 

En vegna umræðanna sem hafa komið upp út af því að norðmenn ákváðu að setja mann í fangelsi fyrir að þvinga dóttur sína í hjónabandi þá langar mig að segja ykkur frá einnri búðarferðinni minni. Ég fór í litlu hverfisbúðina um dagin til að kaupa í matinn og í kassanum situr ungur maður. Ég set vörurnar á borðið og er ekkert að spá í neinu, en byrja aðeins að fylgjast með þegar maðurinn ekki talar við mig. ég bað um að fá poka og hann yrti ekki á mig allan tíman. Ekki sagði hann mér heldur hvað vörurnar kostuðu og ekki spurði hann hvort að ég væri með meðlimarkort, sem ég er altaf beðin um. Þetta fanst mér svona frekar mikil ókurteisi en spáði ekkert í þessu fyrr en hann byrjar að afgreiða manninn sem stóð fyrir aftan mig. Þá talaði hann alt í einu. Spurði hvort að hann vildi poka og allt. 

Þessu er maður því miður farin að lenda í ansi oft hérna í Noregi, ég lenti mikið í þessu þegar ég var að vinna á McDonalds. Eitt skiftið var þarna maður sem vildi tala við vaktstjóra, ég kem fram en þá neitar hann að tala við mig, nei hann vildi tala við einhvern strák. Ég sagði honum fallega að það væri ég sem væri vaktstjóri og ef hann vildi kvarta þá yrði hann að tala við mig. Eða þá að senda e mail ( vil nefna að einu strákurinn sem var í vinnunni á þessum tíma var nýbyrjaður). Það endaði með að maðurinn labbaði út, en áður en hann gerði það þá sagði hann mér að konur ættu ekki að vinna sem yfirmenn.

Þetta er bara lítill hluti af því sem ég hef lent í hérna. Það skal takast fram að ég hef ekkert og ég meina ekkert á móti múslímum né því að þeir búi í öðrum löndum. En mér finst að fólk eigi að aðlaga sig að þeim lögum og reglum sem gilda í því samfélagi þar sem þeir búa. Ég veit að það er ekki sjálfsagður hlutur, en þetta er eitthvað sem allir verða að gera. Hvað gerist ef við flytjum í múslima land og högum okkur eins og við erum vön, og klæðum okkur eins og við erum vön?

Þar með verð ég að segja að mér finst allt í lagi að maðurinn sytji í fangelsi. Þetta varðar við norsk lög, og þegar maður býr í Noregi verður maður að fylgja þeim eins og allir aðrir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ja hérna hér ég er svo aldeilis hissa

Margrét M, 4.7.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband