Sumarfrí :)

Jæja, þá er komið sumarfrí, reyndar er vika síðan ég byrjaði í sumarfríi. Við Jósep erum búin að versla ABC köfunarbúnað handa mér. Svo er planið að fara á köfunarnámskeið í ágúst. En við erum tvö sem ætlum á námskeiðið saman og svo erum við 6 sem ætlum að kafa saman. Og ég fann 2 fullkomna staði ekki langt frá okkur þar sem við getum kafað. Einn staðurinn er með fullt af sokknum skipum, og hinn bíður upp á mikið skemtilegt líka.

En í dag keyptum við okkur tjald, svefnpoka, stormeldhús (stormkjökken, eins og norsararnir kalla thad), og fullt fullt annað dót og svo auðvitað veiðistangir. Svo ætlum við í útilegu. En ég er að reyna að plata Jósep til að fara til Kristiansand með mér á morgun. En þar er dýragarður, og það sem er svo cool við það er að þeir eru með kardimömmubæinn, og fyrir ca mánuði síðan fæddust fjórir ljónaungar, og svo fyrir 3 dögum síðan fæddust tveir ljónaungar í viðgót, og ekki nóg með það, heldur þá er kengúru ungi líka. Og mig langar auðvitað rosalega mikið þangað. Og svo er vonandi nógu heitt í vatninu þannig að við getum snorklað. Þetta ABC kafaradót er sko ekkert ódýrt, svo ætlum við að kaupa votdrakt handa mér, en hún kostar um 2000 kr norskar.  En ég verð að hafa 5 mm til að geta kafað í sjónum.

Svo á laugardaginn erum við að fara til Bergen að hitta Gauta bróðir hans Jóseps og konuna hans hana Valdísi. Það verður geðveikt gaman, við höfum nefnilega ekki hitt þau síðan í ágúst í fyrra. Þannig að mig hlakkar alveg rosalega rosalega tilSmile .

Við erum nú reyndar búin að gera hitt og þetta skemtilegt í sumarfríinu, en við erum búin að vera á ströndinni og grilla, sitja niðri í bæ með bjór og svo erum við búin að vera með grillpartýTounge. Núna er ég að vonast eftir betra veðri, annars sting ég af til Kristiansand í heila viku, það er nefnilega spáð fínu veðri þar.

þar til næst

knús og kossar

Kolla

P.S einkunirnar eru komnar og ég er mjög ánægð. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Mér lýst vel á dýragarðinn :)

Annars lýst mér vel á þetta sumarfrí hjá ykkur.

Vatnsberi Margrét, 8.7.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Margrét M

það er gaman að læra að kafa , við gerðum það fyrir 2 árum á kanaríeyjum -- hvað með einkannirnar. varsu ánægð með þær

Margrét M, 9.7.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Ólafur fannberg

þurrgalli er bestur fyrir köfun en rándýr

Ólafur fannberg, 9.7.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Kolla

Ég prófaði einmitt þurrgallan hans Jóseps einusinni, hann var aðeins of stór og lak þar með smá, en það var alt í lagi þar sem vatnið er heitt. Alveg þar til ég kom uppúr og hann fór að leita af blóðsugum á mér.  En það er einmitt málið, þurrgallarnir eru rosalega dýrir. En við vorum að vonast til að eiga bæði þurr og vot galla.

Ég var nokkuð ánægð með einkanirnar mínar þar sem ég fékk ekki mikla hjálp af kennaranum til að skrifa verkefnin. Ég var ein af fáum sem lækkaði ekki í einkun og þar sem ég hef bara búið í Noregi í 6 ár ætla ég að vera ánægð með D.  En E er lægsta einkun. En verð að bæta mig fyrir lokaverkefnið á næsta ári.

knús og kossar 

Kolla, 9.7.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Ólafur fannberg

góður staður til að kafa í Noregi er Narvik fullt af flökum

Ólafur fannberg, 9.7.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er fullt framundan hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.7.2008 kl. 17:55

7 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá nóg að gera hjá þér þetta hljómar spenandi . Skemtu þér vel í fríinu dúlla þú átt það skilið og hefur öruglega unnið fyrir því og þið bæði tvö .

Knúss og klemm Heiða

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 15.7.2008 kl. 06:23

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Kolbrun min, en gaman ad heyra hversu vel ther gekk i skolanum, og hversu skemmtilegt sumarfriid thitt er buid ad vera. Thad er rosa gaman ad kafa, er sjalf buin kafa einu sinni og var thad i Cancun, 1993 i utskriftarferd MH. Eg se thig alveg fyrir mer i anda, med manninum thinum, i baenum, sotrandi bjor i solinni, Njottu thad sem eftir er af sumarfriinu. Knus fra mer i Amerikunni...

Bertha Sigmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband