Nýir draumar og ný ævintýri

Jæja það er sorgar dagur hjá okkur í dag.

Við erum búin að selja celicunaCrying, hennar verður sárt saknað. Og það versta við það er að stelpan sem keypti hana býr í næstu götu. Þannig að það er mjög líklegt að ég  sjá i bílinn á hverjum degi.

Annars er það að frétta að það er búið að segja mér að það sé ný tölva á leiðinni til okkar en eg er ekki komin með sönnun fyrir því enþá þannig að ég trúi því ekki. Það er búið að ljúga svo oft að okkur varðandi þetta mál

Svo er mikið annað að breytast hérna hjá okkur í Stavanger en það er bara að taka eitt skref í einu. Ég er meðal annars að byrja í nýjum áfanga í skólanum og Jósep er kominn með nýja vinnu. Hann er að fara að vinna hjá Norwegian í Oslo. Hann vinnur frá fimtudegi til fimtudags næturvaktir og svo er hann heima eina viku. Þetta er allt voða spennandi en aðeins of mikið á sama tíma. En eins og ég sagði áðan það veðrur bara tekið eitt skref í einu.

Þar til næst

Kolla sem er alveg að tapa sér hérna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins einhverjar fréttiraf ykkur.Þú verður bara að bögga þessa tölvukalla út í eitt þar til þú færð nýja.Jæja hérna er allt jóla jóla að byrja,sumir farnir að hengja upp jólaljósin og svo heirir maður eitt og eitt jólalag laumast með hinum,hvernig er þetta annars með þig? á ekkert að kíkja á klakann?þar til næst kærar kveðjur Stina stórasystir...

Kristbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 17:11

2 identicon

Já það eru miklar breytingar hjá ykkur ekkert smá spennandi vona að allt gangi nú bara vel hjá ykkur og vona að þú farir að fá tölvuna þína aftur eða nýja sem sagt bestu kveðjur frá Íslandi Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband