Jæja lánatölvan sem ég hef rétt á samkvæmt norskum lögum er komin í hús, þetta er nú meira ruslið en það er sko mikið betra en ekki neitt skal ég segja ykkur. Ég hringdi í tölvufyrirtækið áðan til að þakka fyrir lána tölvuna og fá að vita hvernig gengi með mína sem er í viðgerð í augnablikinu. Aumingja strákurinn varð ekkert smá stressaður þegar hann vissi hver væri að hringja. Enda er það kanski ekkert skrítið þar sem við erum búin að gera allt til að fá það sem við höfum rétt á að fá. En hann sagði mér að þeir hefðu ekki hugmynd um hvað væri að tölvunni minni þar sem þeir gætu ekki einusinni kveikt á henni. En það eru engar fréttir fyrir mig þar sem þetta er vandamálið sem við vorum með og ástæðan fyrir að við sendum tölvuna í viðgerð.
Annars er voða lítið að frétta héðan frá Noregi nema það að Jósep byrjar í nýju vinnunni 15 desember. Ég er alveg rosalega ánægð fyrir hans hönd en mér á eftir að drullu leiðast þegar hann er ekki heima. En þá er ég með meiri tíma til að lésa og gera verkefnin mín. Enda verður nóg að gera næstu 11 vikurnar.
Mig er farið að hlakka mikið til jólanna núna, og þá sérstaklega til að setja upp allar jólaseríurnar mínar. Það er alltaf jafn gaman að sjá svipinn á fólki sem labba fram hjá húsinu þegar þetta er allt komið upp.
Þar til næst
Kolla jóla skólastelpa
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 29. nóvember 2006 | Facebook
Athugasemdir
HæKolla bara stuð hjá minni.Ég er líka að fara að setja upp jólaseriurnar það verður fint að fá smá ljós og birtu í gluggana.Kveðja Stína veika.
Kristbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.