Vá hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. En það er búið að vera óendanlega mikið að gera hérna hjá okkur. Ég er nú byrjuð á þriðja og síðasta árinu í náminu og fyrsta daginn fengum við deilt út einstaklingsverkefni, daginn eftir var farið að tala um bachelor verkefnið. Og núna er ég byrjuð í starfsnámi, það byrjaði reyndar fyrir 4 vikum síðan, byrjaði mjög illa en er alt að rætast úr þessu núna. Ég verð víst bara að gera það besta úr þessu.
Annars er það að frétta að við erum loksins búin með baðherbergið, meira að segja búið að lista. En tengdó komu i heimsókn síðustu helgi til að hjálpa okkur að setja upp listana og setja inn nýja útidyrarhurð. En hún var sett upp í kjölfar þess að við erum búin að fá nýja nágranna. Maðurinn sem á íbúðina niðri (búum í tvíbílishúsi) leigir íbúðina sína út í 9 mánuði með hann er að menta sig erlendis. En hann ákvað að leigja 3 18 ára strákum. Og það eru búin að vera stanslaus læti síðan, og þar sem ég er svo mikið ein heima þá var sett upp allmennileg útidyrarhurð sem inngangshurð í íbúðina okkar. Það var nefnilega einhver sem reyndi að komast inn til mín þegar þeir voru með innfluttningarparty. Anywho, þá sofa þeir á daginn og vaka á næturnar, og taka ekkert tillit til þess að það heyrist mjög vel í þeim. Spila tónlist kl 3 4 á næturnar og þvo föt um 2 leitið. En ég er svo heppin að ég sef í gegnum þetta allt saman.
Jósep byrjar á 5 vikna týpunámskeiði í Osló á mánudaginn og verður þar með bara heima um helgar. Þannig að ég er grasekkja á virkum dögum næstu 5 vikurnar. En ég hef sko meira en nóga að gera. 2 skólaverkefni sem ég þarf að skrifa með meiru.
Knús og kossar
Athugasemdir
Það er ekki skemmtilegt að hafa svona náganna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.10.2008 kl. 17:58
kvittery!
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:31
yndislegt að allt gangi vel
Margrét M, 6.10.2008 kl. 08:22
ám það er ekki að spyrja að þegar ungviðið er annars vegar.........stanslaust stuð.........verst að það bitnar á ykkur.
Gangi þér allt í haginn duglega stelpa.
það veitir traust að hafa góða hurð.
Solla Guðjóns, 7.10.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.